Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 85
Sverrir Tómasson Hugleiðingar um horfna bókmenntagrein Ég hef kallað þetta les hugleiðingar um horfna bókmenntagrein.1 Hún er þó ekki með öllu týnd og gleymd því að anga af henni er að finna í fornum sögum og í þjóðsagnasöfnum frá 19. og 20. öld.2 Þetta eru kímnisögur sem upphaflega eiga rót sína að rekja til Frakklands. Þær voru þýddar á flest evrópsk mál á síðari hluta miðalda. Þessar sögur, sem flestar eru örstuttar, fjalla oftast um samskipti og samlífi karls og konu. Ég mun hér fyrst lýsa bókmenntagreininni stuttlega og bera hana saman við íslenskar frásagnir. Ég mun þá einkum víkja að mismun frásagnanna í stíl og lýsingum og benda síðan á hvernig íslenskir sagnamenn löguðu erlendan efnivið að sín- um. Um miðbik 12. aldar öðlast nokkra hylli sú bókmenntagrein í Frakklandi sem á máli þarlendra nefnist fabliau, flt. fabliaux? Þetta eru yfirleitt stuttar gamansögur í bundnu máli, hvert vísuorð að jafnaði áttkvætt og ríma tvær og tvær línur saman.4 Talið er að um 150 slíkra sagna hafi varðveist og stendur blómaskeið þeirra allt fram undir 1350.5 Rúmt hundrað þessara sagna fjallar um samskipti kynjanna. Oftast er þá greint frá tveimur körlum og einni konu, sem nærri því alltaf er gift öðrum þeirra, en hinn er elskhugi hennar; hún felur hann venjulega einhvers staðar í húsi sínu þegar bóndi hennar er nálægur en gamnar sér við hann þess á milli. Sögurnar lýsa hörundarhungri á hinn ísmeygilegasta hátt og hvernig persónurnar fá það satt með eiginlegri fylli. Oftast fer elskhuginn með sigur af hólmi, en það ber við að eiginmaðurinn kemur upp um bragðvísi konu og eljara. Eitt megineinkenni þessara sagna er hve kvenfjandsamlegar þær eru; konan er ávallt flagð undir fögru skinni og ræður yfir fleiri vélabrögðum en paurinn sjálfur. Um persónur í bókmenntalegum skilningi er ekki að ræða heldur ákveðna hlutverkaskipan stétta eða kynja. Stíll og málfar sagnanna er sér- kennilegt, orðaleikir tíðir og skrauthvörfum oft beitt. Orðfærið getur og oft verið mjög klúrt og mun ég víkja að þessu atriði síðar. I upphafi þessarar aldar setti hinn kunni franski bókmenntafræðingur 211
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.