Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 85
Sverrir Tómasson
Hugleiðingar um
horfna bókmenntagrein
Ég hef kallað þetta les hugleiðingar um horfna bókmenntagrein.1 Hún er
þó ekki með öllu týnd og gleymd því að anga af henni er að finna í fornum
sögum og í þjóðsagnasöfnum frá 19. og 20. öld.2 Þetta eru kímnisögur sem
upphaflega eiga rót sína að rekja til Frakklands. Þær voru þýddar á flest
evrópsk mál á síðari hluta miðalda. Þessar sögur, sem flestar eru örstuttar,
fjalla oftast um samskipti og samlífi karls og konu. Ég mun hér fyrst lýsa
bókmenntagreininni stuttlega og bera hana saman við íslenskar frásagnir.
Ég mun þá einkum víkja að mismun frásagnanna í stíl og lýsingum og
benda síðan á hvernig íslenskir sagnamenn löguðu erlendan efnivið að sín-
um.
Um miðbik 12. aldar öðlast nokkra hylli sú bókmenntagrein í Frakklandi
sem á máli þarlendra nefnist fabliau, flt. fabliaux? Þetta eru yfirleitt stuttar
gamansögur í bundnu máli, hvert vísuorð að jafnaði áttkvætt og ríma tvær
og tvær línur saman.4 Talið er að um 150 slíkra sagna hafi varðveist og
stendur blómaskeið þeirra allt fram undir 1350.5 Rúmt hundrað þessara
sagna fjallar um samskipti kynjanna. Oftast er þá greint frá tveimur körlum
og einni konu, sem nærri því alltaf er gift öðrum þeirra, en hinn er elskhugi
hennar; hún felur hann venjulega einhvers staðar í húsi sínu þegar bóndi
hennar er nálægur en gamnar sér við hann þess á milli. Sögurnar lýsa
hörundarhungri á hinn ísmeygilegasta hátt og hvernig persónurnar fá það
satt með eiginlegri fylli. Oftast fer elskhuginn með sigur af hólmi, en það
ber við að eiginmaðurinn kemur upp um bragðvísi konu og eljara. Eitt
megineinkenni þessara sagna er hve kvenfjandsamlegar þær eru; konan er
ávallt flagð undir fögru skinni og ræður yfir fleiri vélabrögðum en paurinn
sjálfur. Um persónur í bókmenntalegum skilningi er ekki að ræða heldur
ákveðna hlutverkaskipan stétta eða kynja. Stíll og málfar sagnanna er sér-
kennilegt, orðaleikir tíðir og skrauthvörfum oft beitt. Orðfærið getur og
oft verið mjög klúrt og mun ég víkja að þessu atriði síðar.
I upphafi þessarar aldar setti hinn kunni franski bókmenntafræðingur
211