Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 94
Tímarit Máls og menningar
og spurði hvað væri. „Það veit trúa mín“, svaraði hún, „það er nátthagi
minn.“ - Og hvaða mjúka og slétta hvilft er þetta í miðju hans? - „Það eru
brunnhús mín.“ - Og hvað er hér aftast inni girt? „Það er lúðurþeytarinn
sem gætir þeirra.“)
Síðan segir frá því hvernig þau dytta nánar að aktygjunum:
Tantost sor lui sa main remet ...
Tant qu’el l’a par lo vit saisi,
Et demande: „Que est ici,
Daviet, si roide et dur,
Que bien devroit percer .1. mur?
- Dame“ , fait il, „c’est mes polains." ...
Les .II. coillons taste et remue:
“Sire“, demande, „Daviet,
Que est or ce, en ce sachet?“
Fait ele, „sont ce .II. luisiaus?"
Daviz fu de respondre isniaus:
“Dame, ce sont dui mareschal
Qui ont á garder mon cheval (Recueil V, 29-30).
(Þá lagði hún hönd á hann ... og greip um liminn og spurði: „Hvað er þetta,
svo hart og stinnt að gæti brotið múr?“ „Frú“, sagði hann, „þetta er foli
minn.“ Hún snerti hreðjar hans og lyfti létt undir: „Herra Davíð,“ spurði
hún, „hvað geymum vér í þessum sekk? Eru þetta knettir tveir?“ Davíð svar-
aði að bragði: „Frú mín, þetta eru hestasveinarnir sem gæta folans." )
Aðrar líkingar í samræðislýsingum Bósa sögu eiga sér einnig hliðstæður í
frönskum gamansögum. Reður er þar oft nefndur aðalsmaður. Bósa saga
hefur jarl?b Samjöfnuður við mat og drykk er þar einnig algengur og nægir
mér að benda á þessi ummæli í Bósa sögu:
„Mun ekki það mega vera að folinn þinn hafi drukkið meira en honum hefir
gott gjört og hafi hann ælt upp meira en hann hefir drukkið?" (Bósa saga, 41,
50).
Eins og í Sigurðar sögu turnara er efnið sniðið að ævintýri. Aðeins orð-
bragðið er fengið að láni. Ekki verður þó vart við niðrun kvenna. Þvert á
móti eru þær hjálparmenn Bósa; hans bíður engin refsing. Hlutverk eigin-
mannsins þekkist ekki í sögunni.
Ég vék að því hérna að framan að undarlegt væri að ekki væru til fleiri
þýddar gamansögur af þessu tagi frá miðöldum. Nú mætti einnig spyrja
hvernig stendur á því að unnið er úr efninu, tekið það sem henta þykir, en
220