Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 107
Hlátur djöfulsins
Og fólkið fékk sér aftur sæti í salnum, ljósin slokknuðu jafn-
skyndilega og áður og geislinn mjói lýsti upp manninn og fiðluna.
Og hann hóf leik sinn; þetta var partíta númer tvö eftir Bach.
Hann spilaði af krafti núna: tónninn var sterkur og mikill; leikur
hans var stór í sniðum, það vantaði ekki. En voru bogastrokin
þvingaðri? Gat það verið? Var hann farinn að kreista tóninn út úr
fiðlunni? Var hún hætt að syngja? Var þetta jafnvel grátur en ekki
söngur?
Loks kom að síðasta kaflanum: Sjakonnu.
Sumir segja, að erfiðara verk en þessi sjakonna hafi aldrei verið
samin fyrir fiðlu. Allt frá upphafstóni er hún þrungin spennu, lík-
lega vegna þess hve erfitt er að spila hana. Nóturnar minna á
píanónótur; þær eru svo margar; og samt er þetta verk fyrir eina
fiðlu, eina gamla, rispaða, marglakkaða fiðlu. Þegar í upphafi sjak-
onnunnar verður einleikarinn að spila þrjár nótur í einu: þrígrip er
þetta kallað; aðeins fáir fiðluleikarar hafa þrígrip svo gjörsamlega á
valdi sínu að tónn þess sé tær, ófalskur.
Eg fann það undireins, að hann átti í erfiðleikum með sjakonn-
una. Bogastrokin voru þvinguð, það fór ekki milli mála, fingur hans
voru líka krepptir . . . Ekki var hann þó kominn með bogaskjálfta?
Jú, boginn titraði, hann titraði, þetta var bogaskjálfti einsog hjá
taugaóstyrkum nemanda á byrjendatónleikum. Bogaskjálfti. Og
tónninn, já tónninn var alls ekki hreinn. Hann var falskur.
Hann beygði sig yfir fiðluna, hár hans nam við strengina. Eftir að
hann hafði lokið leik sínum leið nokkur stund, þar til hann leit upp;
hann laut höfði með fiðlu sína í hendi. Dauðakyrrð í salnum. Svo
leit hann upp. Og fólkið klappaði, klappaði, stappaði, jafnvel jarð-
bundnustu menn; þetta var mikil hrifning.
Viðbrögðin voru einsog ég hafði búist við: ég hafði búist við
miklu klappi og stappi og núna kom það. Hann gekk fram, beið við
tjaldið, ég sá ekki andlit hans, en fólkið sá skuggamynd hans í gegn-
um tjaldið: sama bragðið og áður.
Og hann steig fram aftur á sviðið, ljósið hvarf: maður og fiðla
voru eftir í mjóum geisla.
Hann spilaði aukalag: kaprísu eftir Paganini: Hlátur djöfulsins er
hún kölluð. Eg veit ekki hversvegna, veit ekki hvernig djöfullinn
233