Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 107
Hlátur djöfulsins Og fólkið fékk sér aftur sæti í salnum, ljósin slokknuðu jafn- skyndilega og áður og geislinn mjói lýsti upp manninn og fiðluna. Og hann hóf leik sinn; þetta var partíta númer tvö eftir Bach. Hann spilaði af krafti núna: tónninn var sterkur og mikill; leikur hans var stór í sniðum, það vantaði ekki. En voru bogastrokin þvingaðri? Gat það verið? Var hann farinn að kreista tóninn út úr fiðlunni? Var hún hætt að syngja? Var þetta jafnvel grátur en ekki söngur? Loks kom að síðasta kaflanum: Sjakonnu. Sumir segja, að erfiðara verk en þessi sjakonna hafi aldrei verið samin fyrir fiðlu. Allt frá upphafstóni er hún þrungin spennu, lík- lega vegna þess hve erfitt er að spila hana. Nóturnar minna á píanónótur; þær eru svo margar; og samt er þetta verk fyrir eina fiðlu, eina gamla, rispaða, marglakkaða fiðlu. Þegar í upphafi sjak- onnunnar verður einleikarinn að spila þrjár nótur í einu: þrígrip er þetta kallað; aðeins fáir fiðluleikarar hafa þrígrip svo gjörsamlega á valdi sínu að tónn þess sé tær, ófalskur. Eg fann það undireins, að hann átti í erfiðleikum með sjakonn- una. Bogastrokin voru þvinguð, það fór ekki milli mála, fingur hans voru líka krepptir . . . Ekki var hann þó kominn með bogaskjálfta? Jú, boginn titraði, hann titraði, þetta var bogaskjálfti einsog hjá taugaóstyrkum nemanda á byrjendatónleikum. Bogaskjálfti. Og tónninn, já tónninn var alls ekki hreinn. Hann var falskur. Hann beygði sig yfir fiðluna, hár hans nam við strengina. Eftir að hann hafði lokið leik sínum leið nokkur stund, þar til hann leit upp; hann laut höfði með fiðlu sína í hendi. Dauðakyrrð í salnum. Svo leit hann upp. Og fólkið klappaði, klappaði, stappaði, jafnvel jarð- bundnustu menn; þetta var mikil hrifning. Viðbrögðin voru einsog ég hafði búist við: ég hafði búist við miklu klappi og stappi og núna kom það. Hann gekk fram, beið við tjaldið, ég sá ekki andlit hans, en fólkið sá skuggamynd hans í gegn- um tjaldið: sama bragðið og áður. Og hann steig fram aftur á sviðið, ljósið hvarf: maður og fiðla voru eftir í mjóum geisla. Hann spilaði aukalag: kaprísu eftir Paganini: Hlátur djöfulsins er hún kölluð. Eg veit ekki hversvegna, veit ekki hvernig djöfullinn 233
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.