Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 112
Ingunn Þóra Magnúsdóttir
Bréfin hennar Fríðu
Æ Málfríður mín, sendu mér nú andagift! Eitthvað á þessa leið hugsaði ég,
nagandi blýantinn, úti í Stórhöfðavita sl. sumar, þar sem ég var aðstoðar-
vitavörður. Mér hafði verið falið að gera stutta samantekt um þessa ágætis
frænku mína og vinkonu, en átti eitthvað erfitt með að koma mér að verki.
- Og þá duttu mér bréfin hennar í hug. Vissulega geng ég í smiðju hennar
sjálfrar, því það er ekkert hægt að segja um Málfríði þannig að hún segi það
ekki helmingi betur sjálf.
Þessi skrif hef ég því kosið að nefna Bréfin bennar Frídu. Hér verður
stuðst við og birt úr bréfum til þriggja kynslóða, það er til móður minnar,
en henni skrifaði hún einnig á sínum tíma í Þjóðviljann undir titlinum Bréf
til Önnu, þá eru nokkur bréf til mín og loks bréf til dóttur minnar, en það
bréf mun vera með hennar alsíðustu sendibréfum.
Þótt ég þekkti Málfríði vel og upplifði margt skemmtilegt með henni, þá
er það einhvern veginn svo, að þegar rifja á upp liðna tíð, þá er allt í brot-
um og brotabrotum og helst kemur upp í hugann eitthvað sem hægt er að
hlæja að, jafnvel eitthvað fáránlegt. Ég minnist þess hverju Málfríður svar-
aði þegar ég innti hana eftir því hvað henni væri minnisstæðast úr lang-
þráðri Rómarferð, sem hún fór í nokkrum árum áður en hún dó. „Það eru
þrír svartir kettir," svaraði hún að bragði, „þrír svartir kettir í Kolosseum."
- Og þó fór hún á vit þeirra manna sem hún elskaði umfram aðra menn,
svo notuð séu orð hennar sjálfrar, - þeirra Leonardos og Rafaels. En svona
er þetta, Málfríður, fyrir utan hvað hún var gulltrygg og góð manneskja,
mun alltaf verða mér minnisstæðust fyrir sín skemmtilegu tilsvör og
skrítnu setningar, sem hafa komið mér til að skella upp úr á ólíklegustu
stöðum, í strætó og á torgum svo eitthvað sé nefnt. Ein af mínum eftirlætis
endurminningum um Fríðu er þegar hún í fjölskylduboði, eða „bjóði“ eins
og hún kallaði slíkar samkomur oft, hafði setið steinþegjandi og hugsi allt
kvöldið og trúlega leiðst. Hún sagði sem sé ekki orð fyrr en loks hún sagði
alveg upp úr þurru, á sinn „málfríðska“ hátt: „Það er enginn læknir í
Tíbet.“ Svo sagði hún ekki meira það kvöldið! - Þarna hefur hún verið að
hugsa til hins fjarlæga lands Tíbet, sem hún kallaði oft „athvarf sitt í nauð-
um“.
238