Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 113
Bréfin hennar Frídu En snúum okkur nú að sendibréfunum, því til þeirra er svo gott að grípa ef fjalla á um liðna tíð, svona til að halda sér við jörðina. Flest sendibréf eru þess eðlis að þau eiga varla erindi við nokkurn mann nema sendanda og viðtakanda, en bréfin hennar Fríðu eru mörg þannig, að þau eru í ætt við hennar bókmenntaskrif og raunar má snúa þessu við og segja að bækur hennar eins og Samastaðurinn og Sálarkirnan séu eitt allsherjar sendibréf. Hún segir í Sálarkirnunni: Til Fólksins í Heiminum. - Nú sé ég ykkur aldrei framar, Fólkið í Heimin- um, hitti ykkur aldrei, heimsæki ykkur aldrei, né þið mig, og svo morna ég hér og þorna eins og sú frú sem lét undir sér teyma (svo stár í letri), nema ég taki það til bragðs að skrifa ykkur mínar vesölu hugrenningar krypplaðar af vöntunum og þessi dauðans ómerkilegu atvik, sem ekki eru í letur færandi né máli mælandi.1 Þannig voru bréfin hennar að mínu mati eins og samtal við heiminn. Ég tel að bréfaskriftir hafi verið henni þægilegri samskiptamiðill en síminn, hún var ekki fyrir neitt óþarfa mas í síma, kom sér beint að erindinu og kvaddi svo. I gamla daga þegar ég var barn voru símasamtöl okkar yfirleitt svona: Hún hringdi og þegar ég svaraði sagði hún: „Er móðir þín við?“ „Nei,“ sagði ég, ef þannig stóð á, þá lagði Málfríður þegjandi á, en að vörmu spori hringdi hún aftur: „Veistu nokkuð hvar hún er?“ Eitt sinn hringdi hún í móður mína og spurði formálalaust: „Veistu hvað þarf marga tíeyringa til að brúa til tunglsins?“ Einhverra hluta vegna rambaði mamma á rétta tölu. - „Já, það er rétt, vertu sæl.“ En svo hringdi hún aftur um hæl og sagði: „Ég gleymdi að segja þér að hún er komin í slopp.“ Þar átti hún við tengdadóttur sína sem átti von á fyrsta barnabarni hennar. Svo stuttara- leg og skemmtileg voru bréfin hennar ekki, heldur yfirleitt löng og skemmtileg og var víða komið við í þeim, allt frá persónulegum samtölum til alheimsmála. Ég gríp niður í bréf frá 1949, til Önnu Guðmundsdóttur, en þá dvaldi Málfríður í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið á ljóslækningastofu Finsens, sér til lækningar við berklum: Það þykir mér sem stendur helzt tíðindum sæta úti í heimi, að mannkynið, sem er að verða albata af flestum sjúkdómum, síðan það fór að éta pensílin, á það á hættu innan skamms (10-30 ára) að sálast úr hungri alltsaman, og finnst mér gaman að þessu. Ameríkumenn eru að tala um að skerast úr leik, og reyna að lifa sjálfir, þegar hungrið kemur, og gefa engum neitt, en hingað til segjast þeir hafa haldið lífi í flestu því fólki, sem lifir á hnettinum utan N. Ameríku. Það eru því líkur til, að það verði frjósemi mannkynsins og batn- andi heilsufar, sem útrými því að mestu eða miklu leyti, en einn til tveir 239
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.