Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 118
Tímarit Máls og menningar því svo háborin skömm að þú viljir ekki vita af því í þínum herbergjum. Og láttu engan lesa það, síst börnin þín. Með kærri kveðju Málfríður Post scriptum Guðmundur bróðir þinn læknaði mig fljótt og vel. í lok desember ’82 og í janúar ’83 dvaldi hún á Náttúrulækningahælinu í Hveragerði sér til heilsubótar, þá skrifaði hún mér mörg bréf, stundum tvö á dag, stundum sendi hún kvæði, eða kvæðabrot, sem hún var að glíma við. Hún var orðin mjög sjóndöpur þegar þetta var og víkur oft að því. I eftirfarandi bréfi er kvæði, sem loks kom í heild í þessu bréfi, en áður var hún búin að senda mér nokkrum sinnum kvæðabrot, án nokkurrar út- skýringar, svo ég var orðin ansi forvitin og rugluð, vissi ekki hvað hún var að fara. NLFÍ 17. 1. 83 Inga Þóra mín. nú á vesalingur minn bágt. Samt á hann ekki bágt því hann sér stafi en ræður minna við línur, sér dável augu í fólki, en miður aðra líkamsparta, nema tennur, get talið þær í munni bak við varir. Sólskin er mér of bjart í augu, dimma enn verri. Ég hef ort tvær ljótar vísur frá 15. öld upp úr fornfrönsku, minn herra bannaði það og sagði þær vera svo ljótar að enginn mætti neitt við þær eiga nema Jón Helgason. Nú skaltu sjá: Þau veltast tvö í mjúku, breiðu rúmi, máttlítil spikfeit, löt og kærulaus, láta svo daginn líða fram að húmi við látlaust blaður, hlátra, gagnslaust raus. Þau drekka vín úr góðum, gylltum skálum, gamalt og dýrt, en samt ei megnar það að glæða þessum gufulegu sálum glaðværð og traust á þessum samastað. Hvernig líst þér á? Stúlkan heitir Gidónía, höfundurinn Villon. Það átti að hengja hann en um það leyti sem verið var að koma snörunni fyrir á hálsin- um kom hraðboði frá Frakkakonungi að banna að hengt væri og slapp skáld- ið óhengdur eitthvað á burt, en sást aldrei síðan. Kvæði hans björguðust af og hafa verið þýdd á íslensku 4 af þeim fyrir utan þessa mína ádrepu. 244
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.