Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 119
Bréfin hennar Fríðu
Sífellt hækka snjóarnir og eru nú komnir langt ofar gluggakistum, drif-
hvítir sem mjöll, enda eru þeir það. Enginn vindblær hreyfir við þeim núna.
Gott væri að mega sofna út af í svo mjúku hreinu rúmi og fara svo inn í Svelg
sem er á valdi Yms. Þú veist líklega ekki hvað þessir tveir gerendur tilver-
unnar hafa að þýða? Eg þykist hafa uppgötvað þá en veit annars lítið um þá.
Góðir eru þeir og nær þeim ekkert jarðneskt heiti. Nú hætti ég en miklu
mun ég eyða í frímerki handa þér ef svona fer fram.
Málfríður
Dauðinn var henni mjög hugstæður, sem heyra má á þessum síðustu bréf-
um.
Glefsa úr bréfi, skrifuðu 20. janúar 1983:
Eg er gerð úr gikkskap og illsku og ekkert líkaði mér sem ég las meðan ég
var að stækka sumt þótti mér illa þýtt, svo sem Oliver.
Hér hef ég verið að skrifa last um sjálfa mig á bakhliðina á blaðinu, og
hvernig líst þér nú á mig? Eg læt þetta flakka. Bráðum er ég öll. Fátækt og
óhreysti / fara saman um völl / svo bætist sorg í hópinn / og systranna
þrenning er öll.
En farðu nú ekki að góla yfir mér. Eg hef lifað lengi og er nú komin tími til
að kveðja og ekkert jafnast á við það að deyja, það sé fegurst af öllu, og því
miður fæ ég ekki að reyna það fyrr en eftir langan tíma og nú hætti ég þessu
ljóta pári . . .
Enn kom kvæði, nú án allra skýringa. Lengi vel hafði ég ekki hugmynd
um hvernig það var tilkomið, en hef seinna séð að hér muni vera á ferðinni
þýðing (og ég veit ekki betur en að þessi þýðing sé eftir Málfríði) á kvæði
eftir Jónas Hallgrímsson sem hann orti á dönsku þegar hann dvaldi á Sórey
í Danmörku 1844:
24. 1. 83
Þú veist ekki maður, hve margs í heim
af meinum ég tíðum kenni.
Hann kastaði í myrkrið knetti þeim
sem kysst’ mér glóðheitt enni.
Eftir það hvarf mér aldrei þín mynd
ég eigraði um skóglendið neðra
og fann þig aldrei mín hvíta hind
245