Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 119
Bréfin hennar Fríðu Sífellt hækka snjóarnir og eru nú komnir langt ofar gluggakistum, drif- hvítir sem mjöll, enda eru þeir það. Enginn vindblær hreyfir við þeim núna. Gott væri að mega sofna út af í svo mjúku hreinu rúmi og fara svo inn í Svelg sem er á valdi Yms. Þú veist líklega ekki hvað þessir tveir gerendur tilver- unnar hafa að þýða? Eg þykist hafa uppgötvað þá en veit annars lítið um þá. Góðir eru þeir og nær þeim ekkert jarðneskt heiti. Nú hætti ég en miklu mun ég eyða í frímerki handa þér ef svona fer fram. Málfríður Dauðinn var henni mjög hugstæður, sem heyra má á þessum síðustu bréf- um. Glefsa úr bréfi, skrifuðu 20. janúar 1983: Eg er gerð úr gikkskap og illsku og ekkert líkaði mér sem ég las meðan ég var að stækka sumt þótti mér illa þýtt, svo sem Oliver. Hér hef ég verið að skrifa last um sjálfa mig á bakhliðina á blaðinu, og hvernig líst þér nú á mig? Eg læt þetta flakka. Bráðum er ég öll. Fátækt og óhreysti / fara saman um völl / svo bætist sorg í hópinn / og systranna þrenning er öll. En farðu nú ekki að góla yfir mér. Eg hef lifað lengi og er nú komin tími til að kveðja og ekkert jafnast á við það að deyja, það sé fegurst af öllu, og því miður fæ ég ekki að reyna það fyrr en eftir langan tíma og nú hætti ég þessu ljóta pári . . . Enn kom kvæði, nú án allra skýringa. Lengi vel hafði ég ekki hugmynd um hvernig það var tilkomið, en hef seinna séð að hér muni vera á ferðinni þýðing (og ég veit ekki betur en að þessi þýðing sé eftir Málfríði) á kvæði eftir Jónas Hallgrímsson sem hann orti á dönsku þegar hann dvaldi á Sórey í Danmörku 1844: 24. 1. 83 Þú veist ekki maður, hve margs í heim af meinum ég tíðum kenni. Hann kastaði í myrkrið knetti þeim sem kysst’ mér glóðheitt enni. Eftir það hvarf mér aldrei þín mynd ég eigraði um skóglendið neðra og fann þig aldrei mín hvíta hind 245
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.