Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 121
Bréfin hennar Fríðu
eða um Þórberg, eða eitthvað allt annað. Nú eða kannski ekki neitt, heldur
hafi Málfríður rétt þetta yfir borðið fyrirvaralaust.
Lokabréfið í þessum pistli verður bréf sem hún skrifaði dóttur minni,
Berglindi Onnu, í september 1983, og er það með hennar alsíðustu bréfum,
því hún dó rúmum mánuði seinna.
I þessu bréfi minnist hún á löngu liðið atvik sem oft seinna varð okkur
að hlátursefni, en þannig var að Málfríður kom að heimsækja okkur suður í
Hafnarfjörð, í hellirigningu, líklega árið 1971 eða ’72. Hún var þá gjarnan
með hárkollu, svo sem tíska var þá, en hún var einnig orðin mjög þunn-
hærð. Hún kemur upp á stigaskörina þar sem við stöndum ég og dóttir
mín, tveggja eða þriggja ára. Málfríður er varla búin að heilsa, þegar hún
segir: „Þetta er nú meiri rigningin, ég held ég taki af mér þetta rennblauta
falska hár“ - og sviptir af sér hárkollunni. Það er skemmst frá að segja að
barnið trylltist og leit hana ekki réttu auga í langan tíma. En bréfið er
svona:
2. 9. 83
Berglind mín.
Þegar þú sást mig í fyrsta sinn varstu svo lítil að ég held þú hafir hræðst
mig. Eg kom inn úr rigningunni og hárið var laust á höfðinu. Þá tók ég það
ofan. Af því varð þér ekki glatt, því þú vildir að hár á höfði manns sæti fast
og bifðist ekki þó í það væri togað. Þú hélst ég væri eitthvert veraldarundur.
Og varst tveggja ára.
Síðan er langt um liðið og nú óska ég mér helst að verða að engu, láta
Harmageddon gera mig að því. Allur lærdómur er mér ofviða, jafnvel litla
margföldunartaflan, og ef ég þekkti ekki stafina mundi ég ekki geta lært þá.
Skyldi nú sálin í mér vera dauð? Svo spurði skáld nokkurt og dó síðan, og
nennti varla neinn að fylgja honum til grafar og þeir fáu sem komu með
stromphatta sína á höfðinu, urðu hræddir um þá þegar fór að rigna, tifuðu,
tvístigu og tipluðu, fóru síðan að hafa sig á burt. Skáldið fór í gröf sína sálar-
laust að kalla. Síðan var því antignað lengi, svo fór að bjarma af frægð þess,
og er nú sú frægð orðin að mikilli frægð.
Lengi var ég allsendis ófræg og enn er ég ekki neitt fræg. Enda kann ég
ekki að vera fræg.
Og nú eru allir sjóðir galtómir sem áður voru hafðir til að lána úr þeim
m.a. námsmönnum sem áttu sér enga ríka ömmu, og fær enginn neitt nema
þeir sem eiga sér ríka móður og föður, ég hef heyrt þeir fái nóg. Og hringlar
nú í þeim sjóðum sem áður áttu milljarða og sá ekki til botns, ein fimm aura
króna úr áli eða plasti og vill hana enginn. Námsmenn, stórgáfaðir og nærri
búnir, búast við dauða sínum fyrir jól (rétt áður en kappátið hefst í koti og
höllu), segjast þá munu vera orðnir að beinahrúgaldi, svo horaðir að beina-
grindin tollir ekki saman, ófær til annars en að láta grafa sig. Nokkrir lifa,
247