Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 121
Bréfin hennar Fríðu eða um Þórberg, eða eitthvað allt annað. Nú eða kannski ekki neitt, heldur hafi Málfríður rétt þetta yfir borðið fyrirvaralaust. Lokabréfið í þessum pistli verður bréf sem hún skrifaði dóttur minni, Berglindi Onnu, í september 1983, og er það með hennar alsíðustu bréfum, því hún dó rúmum mánuði seinna. I þessu bréfi minnist hún á löngu liðið atvik sem oft seinna varð okkur að hlátursefni, en þannig var að Málfríður kom að heimsækja okkur suður í Hafnarfjörð, í hellirigningu, líklega árið 1971 eða ’72. Hún var þá gjarnan með hárkollu, svo sem tíska var þá, en hún var einnig orðin mjög þunn- hærð. Hún kemur upp á stigaskörina þar sem við stöndum ég og dóttir mín, tveggja eða þriggja ára. Málfríður er varla búin að heilsa, þegar hún segir: „Þetta er nú meiri rigningin, ég held ég taki af mér þetta rennblauta falska hár“ - og sviptir af sér hárkollunni. Það er skemmst frá að segja að barnið trylltist og leit hana ekki réttu auga í langan tíma. En bréfið er svona: 2. 9. 83 Berglind mín. Þegar þú sást mig í fyrsta sinn varstu svo lítil að ég held þú hafir hræðst mig. Eg kom inn úr rigningunni og hárið var laust á höfðinu. Þá tók ég það ofan. Af því varð þér ekki glatt, því þú vildir að hár á höfði manns sæti fast og bifðist ekki þó í það væri togað. Þú hélst ég væri eitthvert veraldarundur. Og varst tveggja ára. Síðan er langt um liðið og nú óska ég mér helst að verða að engu, láta Harmageddon gera mig að því. Allur lærdómur er mér ofviða, jafnvel litla margföldunartaflan, og ef ég þekkti ekki stafina mundi ég ekki geta lært þá. Skyldi nú sálin í mér vera dauð? Svo spurði skáld nokkurt og dó síðan, og nennti varla neinn að fylgja honum til grafar og þeir fáu sem komu með stromphatta sína á höfðinu, urðu hræddir um þá þegar fór að rigna, tifuðu, tvístigu og tipluðu, fóru síðan að hafa sig á burt. Skáldið fór í gröf sína sálar- laust að kalla. Síðan var því antignað lengi, svo fór að bjarma af frægð þess, og er nú sú frægð orðin að mikilli frægð. Lengi var ég allsendis ófræg og enn er ég ekki neitt fræg. Enda kann ég ekki að vera fræg. Og nú eru allir sjóðir galtómir sem áður voru hafðir til að lána úr þeim m.a. námsmönnum sem áttu sér enga ríka ömmu, og fær enginn neitt nema þeir sem eiga sér ríka móður og föður, ég hef heyrt þeir fái nóg. Og hringlar nú í þeim sjóðum sem áður áttu milljarða og sá ekki til botns, ein fimm aura króna úr áli eða plasti og vill hana enginn. Námsmenn, stórgáfaðir og nærri búnir, búast við dauða sínum fyrir jól (rétt áður en kappátið hefst í koti og höllu), segjast þá munu vera orðnir að beinahrúgaldi, svo horaðir að beina- grindin tollir ekki saman, ófær til annars en að láta grafa sig. Nokkrir lifa, 247
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.