Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 123
Arni Björnsson Undirrót galdrafársins Skipulegar galdraofsóknir geisuðu sem kunnugt er um mikinn hluta Evr- ópu frá lokum 15. aldar og sumstaðar fram á 18. öld. I Norður-Ameríku hófust þær eðlilega seinna eða ekki fyrr en Evrópumenn höfðu tekið sér þar fasta búsetu en héldust álíka lengi. Ævintýralegar tölur hafa stundum verið nefndar í þessu samhengi en nú er talið líklegt að um hálf milljón manna hafi verið brennd fyrir galdra á þessu bili en það samsvarar tvö þús- und manns á ári að meðaltali. Um fjórir fimmtu hinna brenndu voru kon- ur. Upphaf hins eiginlega galdrafárs má tímasetja við bréf (bullam) gegn ill- virkjum (maleficia) sem Innocentius páfi VIII gaf út árið 1484. I umboði hans settust tveir þýskir svartmunkar saman einskonar refsirétt gegn galdrahyski í bókinni Malleus Maleficarum árið 1487, sem á íslensku hefur m.a. verið nefnd Nornahamarinn.1) Þetta er allmikið rit, og þar er útlistað með óhugnanlegri nákvæmni, fyrir hverskonar illvirki á að dæma fólk á bálið og með hverskonar pyntingum á að fá fram játningar. Þessi bók varð nokkurs konar handbók þeirra sem áttu að rannsaka galdra og dæma fyrir þá. Gamlar skýringar Aldrei hefur sést nein sú skýring á þessum herfilegu galdraofsóknum sem viðunandi mætti kallast. Þær hafa venjulega verið raktar til trúarofstækis eða einskonar geðtruflunar og sjúklegrar hræðslu við Djöfulinn í öllum hans myndum. Vissulega finnast merki um þvílíkt ofstæki hjá einstaka sértrúarsöfnuði bæði fyrr og síðar. Og dæmi eru um að fólk væri brennt fyrir meintan for- dæðuskap eða guðlast áður en hið eiginlega galdrafár hófst. Meðal annars herma íslenskir annálar að nunna í Kirkjubæ á Síðu væri brennd árið 1343 fyrir að hafa gefið sig Púkanum með bréfi, misfarið með Guðs líkama og kastað aftur um náðahústré - og lagst með mörgum leikmönnum.2’ En slíkt voru ekki annað en fáheyrð dæmi. Otrúlegt væri ef þesskonar truflun hefði gagntekið gjörvalla kristna kirkju, bæði þá katólsku og hina lútersku, og síðan konungsvaldið í flestum ríkjum Evrópu. Það var ekki að 249
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.