Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 126
Tímarit Máls og menningar
Getnaðarvarnir á miðöldum
Við erum vönust því að álíta, að mannkynið hafi nær ekkert vitað um getn-
aðarvarnir fyrr en á okkar öld. En það er misskilningur. Kannanir á ýms-
um „frumstæðum“ þjóðflokkum, t.d. indjánum, benda ótvírætt til þess, að
þar kunni fólk ýmislegt fyrir sér í þeim efnum. Þar er bæði um að ræða
inntökulyf og smyrsli. Grasalyf í þessu skyni eru líka nefnd í Nornahamr-
inum.9)
Það er hinsvegar nokkuð tafsamt fyrir lækna nútímans að sannprófa
þessi lyf og aðrar getnaðarvarnir sem árþúsunda reynsla hafði kennt kon-
um að nota. Til þess þyrfti að fá fjölda kvenna sem „tilraunadýr", og helst
yrði að gera á þeim margendurteknar prófanir við breytilegar aðstæður.
Engu að síður telja bandarískir vísindamenn sig þegar hafa getað sannpróf-
að verkanir átta af þeim 210 uppskriftum getnaðarvarnarlyfja sem safnað
var meðal indjána.10)
Og einhvernveginn hefur fólk í Evrópu haldið mannfjölgun í skefjum á
miðöldum því að fólki fjölgar þá mjög hægt. Þegar galdrafárið byrjaði
hafði mannfjöldi í Evrópu tæplega tvöfaldast frá því sem hann var 1200 ár-
um áður. Talsverðar sveiflur voru að vísu upp og niður, líklega vegna drep-
sótta og styrjalda. T.d. olli Svartidauði mikilli niðursveiflu um miðja 14.
öld.n)
Grasakonum eytt: fólkinu fjölgar
A þeim fimm sinnum skemmri tíma sem galdrafárið varir tvöfaldast hins-
vegar mannfjöldi í Evrópu á nýjan leik. Og það gerist þrátt fyrir þrjátíu ára
stríðið á 17. öld, ótaldar drepsóttir og alla mannflutningana til Ameríku á
þessu tímabili. Ekkert bendir til þess að ungbarnadauði hafi verið meiri á
miðöldum en á 16.-19. öld, nema síður væri. Það virðast blátt áfram færri
börn hafa fæðst. Það sýnist því augljóst að eitt af því sem galdrafárið út-
rýmdi í Evrópu var kunnáttan við að takmarka barneignir.12)
Orsökin: skortur á vinnuafli
Spurningin er þessi: Hversvegna snýst kirkjan og síðan konungsvaldið
svona harkalega gegn getnaðarvörnum og öðrum takmörkunum barneigna
á 15. og 16. öld?
Meðal gyðinga hinna fornu var ekki ætlast til að hjón ættu nema tvö
börn og getnaðarvörn var hvorki talin ólögleg né ósiðieg.13) Kristnir menn
skiptust á fyrstu öldum í tvo flokka varðandi afstöðu til mannfjölgunar.
Sumir vonuðust eftir dómsdegi sem fyrst, töldu jarðlífið yfirleitt lítils virði
og prédikuðu einlífi. Meðal þeirra voru svonefndir Manikear sem litu á
252