Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 138

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 138
Tímarit Máls og menningar alpersónan er ákaflega daufleg mann- gerð sem vekur hvorki samúð né við- bjóð. Það er eins og sambandið milli söguhöfundar og sögumanns sé hálf- óljóst, en það hefur í för með sér að les- andinn fær aldrei verulegan áhuga á þeim síðarnefnda. En þar sem sagan er nú fyrst og fremst um tilvistarleg vandamál Friðriks hlýtur þetta að rýra áhrifamátt hennar. Aðrar persónulýs- ingar bókarinnar eru líka sumar heldur rýrar í roðinu. Sjónarhornið er tak- markað við Friðrik, en veiklyndi, óör- yggi og mannfyrirlitning glepja honum sýn og lesandinn kemst aldrei nálægt því fólki sem við sögu kemur. Eigin- kona Friðriks (sem aldrei er nefnd með nafni) er t.d. afar ógreinileg mannlýs- ing. Valdimar er reyndar ekki illa gerð persóna, en hann verður lesanda hvorki nákominn né eftirminnilegur. Gandí er aftur á móti hinar öfgarnar, gróteskur karakter sem stingur í stúf við raunsæis- blæ frásagnarinnar að öðru leyti. Það er merkilegt að persónur skuli vera svo veigalitlar því að víða tekst höfundi vel að skapa andrúmsloft með litlum, ljóslifandi myndum úr umhverf- inu. Það bætir heldur ekki úr skák að allar persónurnar hafa sama tungutak, hvort sem um er að ræða börn eða gam- almenni og almennt má um stílinn á bókinni segja að hann sé full gamaldags og bókmálslegur. Spennusagan er ekki nógu spennandi. Lesandanum er nokk sama hvort Frið- rik bjargast úr klípu sinni eða ekki því að honum er hvort sem er ekki við bjargandi. Hann er holur maður. Og það er spurning hvort hægt er að skrifa spennusögu um slíkan mann sem sögu- hetju. Kannski er höfundur að reyna að sameina eitthvað sem er í eðli sínu ósamrýmanlegt, að fjalla um lífsvanda nútímans frá sjónarhóli kristinnar trúar og skemmta lesendum. En þetta er engu að síður metnaðarfullt og margslungið verk. Árni Óskarsson Leiðrétting Leiðinleg prentvilla varð í síðasta hefti í ljóði Jóns Halls Stefánssonar, Tangó með fingrum og glugga. Næstsíðasta línan á ekki að hefjast á orðinu „og“ heldur „er“ og eru lesendur beðnir að færa leiðréttinguna inn í ljóðið. 264
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.