Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 5
Dagný Kristjánsdóttir
Hvert einasta orð er mikilvægt
Viðtal við Svövu Jakobsdóttur
Ég lagði leið mína út í Einarsnes, Skerja-
firði, einn bjartan og kaldan desemberdag í
fyrra til að tala við Svövu Jakobsdóttur fyrir
Norsk Litterær Árbok 1990. Þetta norska
ársrit hafði ákveðið að birta viðtal við einn
af helstu rithöfundum Norðurlanda hvert ár.
Fyrstur á dagskrá var Göran Tunström árið
1989 og Svava Jakobsdóttir var næst á
óskalista NLÁ. Ég var því gerð út af örkinni
til að taka viðtalið sem hér birtist, aukið og
endurbætt.
Vesturfarar
— Viltu segja svolítið frá uppvaxtarárum
þínum?
— Ég fæddist á Austurlandi en fjölskylda
mín fluttist til Kanada þegar ég var tæpra
fimm ára og fyrstu skýru bemskuminningar
mínar em frá Wynyard Saskatchewan sem
er lítill bær, umkringdur sléttum sem virtust
óendanlegar. Það var hópur íslenskra inn-
flytjenda í bænum, nokkrar fjölskyldur
höfðu sest að þama langt inni í Kanada. Við
systumar, sem emm elstar af systkinahópn-
um, byrjuðum fljótlega að ganga í skóla
með kanadískum bömum og urðum þá al-
talandi á ensku.
— Var ekki töluð íslenska á heimilinu?
— Við systumar töluðum hana ekki. Við
skildum hana að mestu leyti. Foreldrar okk-
ar töluðu við okkur á íslensku, við svöruð-
um hins vegar á ensku. Við bjuggum í
Kanada, allt umhverfi okkar var kanadískt
og við aðlöguðum okkur að þessu eins og
böm gera. Það er ekkert sem þjakar börn
meira en það að skera sig úr hópnum, vera
öðruvísi.
ísland virtist líka svo óralangt í burtu. Þú
verður að athuga að þetta var á ámnum fyrir
stríð, flugsamgöngur við landið vom ekki
Saskatchewan um 1937. Svava er næstaftast til
vinstri.
TMM 1990:3
3