Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 79
var ekki fyrr en við komum í skarkalann niður á Narodní Trída sem hann sagði mér að
R. vildi hitta mig og að vinur hans, sem ég þekkti ekki, ætlaði að lána okkur íbúð sína í
úthverfi borgarinnar undir þennan leynifund.
Daginn eftir fór ég langa ferð með sporvagni út í úthverfi Prag. Þetta var í desember,
ég var loppinn á höndunum og svefnbæimir vom algerlega mannlausir á þessum tíma
dags. Ég fann húsið sem hafði verið lýst fyrir mér, tók lyftu upp á þriðju hæð, leit á
nafnspjöldin á dyrunum og hringdi bjöllunni. Þögn ríkti í íbúðinni. Ég hringdi aftur, en
enginn opnaði. Ég fór aftur út á götu. Fékk mér hálftíma gönguferð í fimbulkulda í þeirri
von að R. hefði seinkað og að ég myndi mæta henni á mannauðri gangstéttinni á leiðinni
út á stoppistöð sporvagnanna. En þar var ekki nokkur sála. Ég tók aftur lyftuna upp á
þriðju hæð. Hringdi aftur dyrabjöllunni. Að nokkmm sekúndum liðnum heyrði ég að
sturtað var niður inni í íbúðinni. Þá var sem einhver kæmi ísmola örvæntingarinnar fyrir
innra með mér. Ég skynjaði hræðslu ungu konunnar sem gat ekki opnað fyrir mér því hún
var svo kvíðin að innyflin í henni fóm öll úr skorðum.
Hún opnaði fyrir mér, hún var föl, en brosti og reyndi að vera jafn vingjamleg og
venjulega. Hún reyndi að slá á léttari strengi og segja að loks væri komið að því að við
gætum verið ein saman í annars mannlausri íbúð. Við fengum okkur sæti og hún sagði
mér að hún hefði nýlega fengið boð um að koma á lögreglustöðina. Þeir höfðu yfirheyrt
hana heilan dag. Fyrstu tvo tímana spurðu þeir hana um ýmislegt sem ekki skipti máli,
henni fannst sem hún hefði töglin og hagldimar, hún gantaðist við þá, og hún spurði þá
djarflega hvort þeir héldu að hún ætlaði að sleppa hádegismat fyrir svona sparðatíning.
Þá spurðu þeir hana: kæra ungfrú R., hver er það eiginlega sem skrifar stjömuspána í
blaðið þitt? Hún roðnaði og reyndi að minnast á frægan eðlisfræðing sem hún gat ekki
nafngreint. Þeir spurðu hana: þekkir þú Kundera? Hún sagðist kannast við mig. Var
eitthvað athugavert við það? Þeir svömðu: það var svo sem ekkert við það að athuga, en
vissi hún að Kundera væri áhugamaður um stjömuspeki? Hún kvaðst ekki vita það. Veistu
það ekki? Nú voru þeir orðnir háðskir. Þetta er altalað í Prag og þú veist ekkert af því?
Hún hélt stundarkom áfram að tala um kjameðlisfræðinginn, og ein löggan öskraði á
hana: það er eins gott fyrir þig að játa allt!
Hún hafði sagt þeim allt af létta. Ritstjóm blaðsins langaði til að vera með vandaða
stjömuspá en vissi ekki hvert hún átti að snúa sér, R. þekkti mig og hafði því leitað til
mín. Hún var viss um að hún hafði ekki brotið nein tékknesk lög. Þeir tóku undir það.
Nei, hún hafði ekki brotið nein lög. Hún hafði einungis gerst brotleg við starfsreglur sem
banna samstarf við ákveðna einstaklinga sem höfðu bmgðist trausti Flokks og Ríkis. Hún
benti á að í þessu tilfelli hafði ekkert alvarlegt gerst. Nafn Kundera var falið bak við
dulnefni og gat því ekki skaðað neinn. Og greiðslumar sem Kundera hafði fengið fyrir
vom ekkert sem orð var á gerandi. Þeir tóku líka undir það. Rétt var það, ekkert alvarlegt
hafði átt sér stað, þeir ætluðu að láta sér nægja að ganga frá skýrslu um málið, hún myndi
skrifa undir hana og síðan þyrfti hún ekki að hafa neinar áhyggjur.
TMM 1990:3
77