Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 14
—En hið illa? Er hið illa til í trú þinni? — Nei. Ekki sem andstæða hins góða. Hið „illa“ er ekki til öðru vísi en sem vöntun á því góða, sem vöntun á kærleika, um- hyggju, samúð. —Þetta minniráhinn húmanistíska boð- skap gyðingsins Elie Wiesel. Þegar hann tók á móti friðarverðlaunum Nóbels sagði hann að hið „illa“, hættulegasti óvinur mannkynsins—væri tómlætið, sinnuleysið. — Ég get skrifað undir það. Frá furðusögum til raunsæis? —Mig langar til að koma inn á þróun þína sem rithöfundar. Arið 1970 sagðirþú í við- tali við Mími, tímarit stúdenta í íslenskum frœðum, að hin raunsœilega sagnahefð á Islandi hefði verið ófullnægjandi fyrir þig. Þér hafi fundist að þú gætir ekki tjáð það sem þú vildir segja, hefðin hefði breytt því í eitthvað annað og til að ná í gegn með hina femínistísku og pólitísku uppreisn þína, hafir þú samtímis orðið að rísa upp gegn ríkjandi faguifrœði. Fyrstu smásagnasöfn þín og skáldsagan Leigjandinn voru ísam- ræmi við þetta nýskapandi, táknrænfurðu- sagnakennd og módernistísk. Þú notaðir líka íroníu og gróteskur eins og ífi-ægustu sögunni frá þessu tímabili „Sögu handa börnum Svofinnst mér verða breyting frá og með leikritinu Lokaæfing, 1983. Textarnir verða ekki eins fullir af táknum, minna furðusagnakenndir og meira sálfrœðilegir. Og nú myndi einhver velta því fyrir sér hvortþú værir ekki með Gunnlaðar sögu og Undir eldfjalli, sjálfá leið inn íþað raunsæi sem þú hafnaðir í upphafi. —Veistu hvað, þessi skipting áhöfundar- ferli mínum í tímabil er verulega undarleg í mínum augum. Enginn texti er samhengis- laus og það er gjörsamlega ómögulegt að skrifa án þess að tengjast einhverri bók- menntahefð. Síst á íslandi. Ég leitaði mikið til gamalla þjóðsagna og ævintýra í furðu- sögum mínum. Ég hef líka frá upphafi skrifað smásögur og leikþætti sem voru raunsæir og sálfræðilegir. En þeir féllu allt- af í skuggann af furðusögunum og grótesk- unum sem voru kannski sterkari kostur og vinsælli þar af leiðandi þegar nýja kvenna- hreyfingin kom fram. Frá þessum tíma er líka komin sú staðhæfing, sem sumir rit- dómarar virðast grípa til undarlega oft, að ég skrifi um „hlutskipti“ kvenna eins og ég hafi ekki áhuga á konum nema sem sam- félagsverum. Ég tel mig hins vegar vera að veita þeim sess sem alhliða eða að minnsta kosti venjulegum mennskum vemm! Mér finnst að þessir merkimiðar og tímabila- skipting á verkum mínum séu einföldun, geri bækumar einsleitar og ég get þar af leiðandi ekki verið sammála henni. Hitt er svo annað mál að þetta með raun- sæið er vel þess virði að taka það til um- ræðu. I Gunnlaðar sögu er dóttirin löðuð aftur í tíma sem var nokkum veginn á mörk- um eiraldar og jámaldar og þaðan segir hún sögu sína þó að hún sitji í fangelsi í Kaup- mannahöfn árið 1986. Myndirþúskilgreina þessa skáldsögu sem raunsæissögu? —Já, að nokkru leyti, held ég. — Myndir þú skilgreina jafn flókna sögu og skáldsöguna Purpuraliturinn eftir amer- íska höfundinn Alice Walker sem raunsæis- sögu? — Já . . . eða nei, þegar ég hugsa mig betur um. — I bók Fay Weldon, Játningar kven- djöfuls, er kona nokkur minnkuð og henni breytt með fegmnarskurðlækningum þang- 12 TMM 1990:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.