Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 56
mikilmennskubrjálæði? Það var ekki gott að segja, en í hefndarhug var hann, það var
auðfundið.
Einhverju varð ég auðvitað að svara og setti bara fram einhverjar almennar
hugleiðingar um að hreinskilnin yrði auðvitað að fara eftir því hve mikilvæg þau
sannindi væru sem þagað væri um eða ekki. Það ætti auðvitað ekki að fara að ýfa
hverja smáskrámu bara til þess eins að fá fram einhvem „sannleik“ sem engu máli
skipti lengur og gæti jafnvel verið skaðlegur. En allt sem maður hefði þurft að byrgja
inni í sér með valdi yrði að koma fram. Allt sem væri beinlínis spuming um líf eða
dauða.
Sem betur fer var eins og sljákkaði í Guðmundi við þetta. Ég var viss um að hann
hefði skilið pilluna, að ég hefði kannski einhvemtíma upplifað eitthvað eftirminni-
legra en kynni mín af honum. En ég fann að ég var orðinn mjög óstyrkur og vissi ekki
hvaða stefnu okkar viðræður kynnu að taka á eftir.
Með þessu lauk dagskránni. Formaður Skólafélagsins hélt stutt ávarp og þakkaði
þátttakendum. Stundin var þar með runnin upp. Það var komið að lokauppgjörinu
milli okkar Dunda. Ég ákvað að best væri að ljúka þessu af, hver svo sem útkoman
yrði. Ég stóð upp og gekk beint af augum í áttina að sæti hans. En Dundi hafði
greinilega hugsað sér það sama, það lá við að við lentum í árekstri á miðri leið, beint
fyrir framan pontuna. Við tókumst í hendur og þögðum um stund.
— Kondu sæll, Sigurður Kjögx, sagði Dundi. Hann virtist vera einn af þeim sem
tönnlast svona í sífellu á nafninu manns, hafði greinilega farið á nokkur Camegie-
námskeið um ævina. Það er langt síðan við höfum sést, Sigurður, hélt hann áfram.
Mér til nokkurrar furðu vottaði ekki fyrir beiskju í röddinni, frekar var eins og
hann virtist óstyrkur sjálfur.
— Já, sagði ég, sem betur fer mundirðu kannski segja. Við eigum kannski eitthvað
ofurlítið vantalað.
— Eitthvað ofurlítið, Sigurður? Við skulum koma inn til mín, Sigurður, sagði
Dundi. Hann var grafalvarlegur. Og gott ef hann var ekki orðinn náfölur. Ég hafði
verið að vona að einmitt þama gripi hann tækifærið og kæmi með setninguna sína
um þroska og vanþroska og bamaskap, um að hann þekkti nú unglinga og svo
framvegis og síðan gætum við báðir hlegið og farið inn á kennarastofu að fá okkur
kaffi. Tveir fullorðnir menn.
En því var sko ekki að heilsa. Hann ætlaði greinilega að fá sem allra mest út úr
þessu. Það var aldeilis að maðurinn ætlaði að dramatísera þessi bemskubrek mín. Því
hvað hafði þetta verið annað, ef öllum moðreyk var blásið á brott? Fyrst hann hafði
54
TMM 1990:3