Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 68
Milan Kundera
Englarnir
1
Nashyrningurinn nefnist leikrit eftir Eugéne Ionesco þar sem pers-
ónumar vilja fyrir alla muni líkjast hver annarri og breytast í nashym-
inga. Gabriella og Michele, tvær ungar amerískar stúlkur, em að lesa
þetta leikrit á sumamámskeiði fyrir erlenda stúdenta í litlu þorpi á
strönd Miðjarðarhafsins. Þær eru uppáhaldsnemendur kennara síns,
frú Rafael, vegna þess að þær fylgjast alltaf vel með og skrifa allar athugasemdir hennar
samviskusamlega niður. í dag hefur hún beðið þær að taka saman fyrirlestur um leikritið
og flytja hann í næstu viku.
„Ég veit ekki almennilega hvað það þýðir, að þau breytist öll í nashyrninga," segir
Gabriella.
„Það verður að skilja þetta sem tákn,“ útskýrir Michele.
„Það er satt,“ segir Gabriella, „bókmenntir eru gerðar úr táknum.“
„Nashymingurinn er fyrst og fremst tákn,“ segir Michele.
„Já, en ef við gemm ráð fyrir að þau hafi ekki breyst í raunvemlega nashyminga,
heldur bara í tákn, hvers vegna urðu þau að þessum táknum en ekki einhverjum öðmm?“
„Já, það er auðvitað vandamál," segir Michele dapurlega, og námsstúlkumar, sem em
á leið heim á stúdentagarðinn, em lengi þöglar.
Það er Gabriella sem rýfur þögnina: „Heldurðu kannski að þetta sé reðurtákn?"
„Hvað?“ spyr Michele.
„Homið,“ segir Gabriella.
„Það er satt!“ hrópar Michele, en hikar síðan. „En hvers vegna breytast þau öll í
reðurtákn? Bæði konur og karlar?“
Stúlkumar tvær sem tölta í áttina að stúdentagörðunum þagna aftur.
„Mér datt dálítið í hug,“ segir Michele skyndilega.
„Hvað?“ spyr Gabriella áhugasöm.
66
TMM 1990:3