Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 89
Hundslappadrífan kitlaði nef Sveins. Þakinn snjó, með blauta fætur hristi hann af
sér snjóinn í anddyrinu þegar hann loks kom á kaffistofuna í Ámagarði. í þetta sinn
fékk hann sér eina samloku með kaffinu. Eina í laginu einsog þríhymingur. Tvær
stúlkur sátu og dmkku te í einu hominu, aðrir voru þar ekki. Tíu mínútum seinna var
komin löng röð. Einhver viðskiptafræðikennarinn hafði hleypt bekknum sínum
snemma út. Þrír jakkaklæddir nemar settust hjá Sveini; önnur sæti var ekki að hafa.
Hundslappadrífan gerði veröldina séða út um gluggann hjá Sveini líka hvítum draumi.
Viðskiptafræðinemamir minntu hinsvegar á sig með hávæm tali um próf sem átti að
vera næsta dag. Þó Sveinn vildi fara þá ákvað hann að bíða þangað til ffímínútunum
lyki.
Þá var ekki annað að gera en að fara heim. Sveinn hafði ekki rekist á neinn af
kunningjum sínum einsog hann hafði vonast til. Hann leigði herbergi í gamla bænum,
í gömlu timburhúsi á Bergþórugötunni. Á leiðinni keypti hann Þjóðviljann og
karamellur. í herberginu lagðist hann upp í rúm, tuggði á karamellunum og las blaðið.
Þjóðin átti við svipaðan vanda að stríða í Þjóðviljanum og í Dagblaðinu daginn áður,
hinsvegar greindi blöðin á um orsök vandans. Það var ekkert nýtt. Sveinn settist upp
og leit út um gluggann. Tréð í bakgarðinum var snjakahvítt. Spor lágu að og frá
mslatunnunni. Slóðin að tunnunni var jafn þráðbein og sú sem lá frá henni. Þær vom
jafhhliða og komu einungis saman rétt við tunnuna. Það var hætt að snjóa. Sveinn
ákvað annarsvegar að fara að leita sér að vinnu næsta morgun og hinsvegar að fara á
Gauk á Stöng um kvöldið. Hann fór fram í eldhús sem hann deildi með hús-
ráðandanum, einhleypum rosknum manni, og fékk sér fjórar brauðsneiðar með osti.
í herberginu á eftir hellti hann vískíi í glas og setti ekkert út í það. Hann starði út um
gluggann. Það var aftur farið að snjóa, en nú hörðum hnöttóttum komum.
Klukkan átta um kvöldið labbaði Sveinn á Gaukinn, pantaði sér viskí sem hann
drakk frekar hratt. Meðan hann var að bíða eftir að þjónninn kæmi með annan drykk
sá hann Friðrik labba inn framhjá dyraverðinum. Friðrik var í bókmenntum en hafði
verið með Sveini í menntaskóla. Þar sem Sveinn hafði sest þannig að hann sæi
innganginn vel sá Friðrik hann um leið og hann hafði hengt upp frakkann. Hann settist
hjá Sveini og heilsaði. Sveinn spurði hvemig hann hefði það og sagðist Friðrik hafa
það gott.
— Hvað ertu að gera þessa dagana? spurði Friðrik.
— Svo sem ekki neitt. — Ég hef ekki enn fundið neina vinnu. Ekki það að ég hafi
leitað mikið. En ég verð að finna eitthvað fljótt því ég er orðinn heldur blankur skal
ég segja þér.
Orðin mnnu upp úr Sveini einsog stífla hefði losnað. Eina sem hann hafði sagt
TMM 1990:3
87