Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 67
unnar móthverfa einstaklings og samfé-
lags. Innri rás viðburða yrði gloppótt, óheil,
án þátttöku kórsins; þá yrði einungis um að
ræða brot mennskrar sögu sem ekki hefði
meira gildi en frásögn af slátraðri skepnu.
Loks ber að hafa í huga, að tragedían á
mikið undir því komið, að fyrir hendi séu
viðtekin félagsleg gildi, sem Ijái hinni
dramatísku umfjöllun um einstaklingsvilj-
ann rétt samhengi og baksvið. Og hér erum
við komin að einum meginvanda leikhús-
gesta í nútímanum, hvort heldur er á íslandi
eða öðrum Vesturlöndum, því þjóðfélög
okkar eru ofurseld alvarlegri kreppu gildis-
mats og viðtekinna verðmæta, sem leitt hef-
ur til siðferðislegs tómarúms og meðfylgj-
andi taumleysis, þarsem svokallað frelsi er
ekki annað en veigrunarorð fyrir tilgangs-
lausa nautnahyggju, yfirþyrmandi sjálfs-
elsku og vitfirringslega neyslu húmbúkks
og auvirðu. í þvflíku andrúmslofti er allt-
eins lfldegt að tragedían í sinni sönnu og
upphaflegu mynd verði flokkuð með furðu-
hlutum á markaðstorgi hégómans.
En hitt gæti samt líka átt sér stað, að þareð
tragedían er markvís tjáning þess, hvað
maðurinn hugsar, hvemig hann finnur til og
með hvaða hætti hann bregst við afdrifa-
ríkustu vandkvæðum lífsins, þá gæti hún
orðið sá heilsusamlegi miðill sem geri nú-
tímamanninum kleift að átta sig og koma til
sjálfs sín, einskonar leiðarstjama sem vísi
honum veginn til fyllri skilnings á réttri
stöðu sinni í alheimskerfmu. Endurvakning
grískrar tragedíu um gervalla heimsbyggð-
ina á síðustu ámm bendir vissulega til þess,
að hún svari þörfum sem vart verður í hin-
um sundurleitustu samfélögum.
1. Ég hef kosið að nota orðin „tragedía" og „trag-
ískur“ vegna þess að þau vísa beint til trúarlegs
uppruna grísku harmleikjanna. Gríska orðið
tragódía er samsett úr orðunum tragos (geit-
hafur) og óde (söngur) og merkir því strangt
tekið bukkasöngur. Geithafurinn var heilagt
fómardýr Díónýsosarog allt sem laut að dýrk-
un guðsins var því tengt tragos.
2. Aristóteles: Um skáldskaparlistina. Kristján
Ámason þýddi. Reykjavík. 1976. Bls. 65.
TMM 1990:3
65