Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 78
höfund, reykurinn steig til himins eins og hann vissi á gott og ég heyrði Éluard kveða
málmkenndri röddu:
Ástin er að störfum hún er óþreytandi.
Og ég hljóp á eftir röddunni um götumar því ég vildi ekki missa sjónar af þessari
mikilfenglegu kórónu líkama sem sveif yfír borginni og fullur örvæntingar vissi ég að
þau flugu eins og fuglar og að ég hrapaði eins og steinn, að þau væm með vængi og að
ég myndi aldrei framar fá vængi.
7
Átján ámm eftir að Kalandra var tekinn af lífi, var hann algerlega
hreinsaður af öllum ákæmm, en nokkmm mánuðum síðar réðust
rússnesku skriðdrekamir inn í Bæheim og það skipti engum togum
að tugum þúsunda manna var gefið að sök að hafa brugðist alþýðunni
og vonum hennar, nokkmm þeirra var varpað í fangelsi, meirihluti
þeirra var rekinn úr starfí og tveimur ámm síðar (það er að segja tuttugu ámm eftir að
Éluard flaug yfir Venceslastorginu), fór einn þessara nýju sakbominga (ég) að sjá um
stjömuspárdálk í myndskreyttu tímariti sem ætlað var tékkneskri æsku. Ár var liðið frá
því ég skrifaði greinina um Bogmanninn (þetta var því í desembermánuði 1972), þegar
ungur ókunnur maður kom í heimsókn til mín. Hann rétti mér umslag án þess að segja
orð. Ég reif það upp og las bréfið, en það leið nokkur stund þar til ég áttaði mig á því að
bréfið var frá R. Skriftin var nær óþekkjanleg. R. hlaut að hafa verið í miklu uppnámi
þegar hún skrifaði þetta bréf. Hún hafði reynt að orða bréfið á þann veg að enginn gæti
skilið það nema ég; ég skildi því ekki nema helminginn af því. Þó gat ég ráðið af bréfinu
að það hafi uppgötvast hver ég var ári eftir að ég fór að sjá um stjömuspána.
Á þessum tíma bjó ég í smáíbúð við Bartolomejskagötu í Prag. Þetta er lítil en nokkuð
þekkt gata. Öll húsin, að tveimur undanskildum (þar á meðal húsið sem ég bjó í), em í
eigu lögreglunnar. Þegar ég leit út um gluggann hjá mér á fjórðu hæð sá ég hvar tumar
Hradsínkastala gnæfðu y fir húsaþökin og þegar ég leit niður blöstu húsasund lögreglunnar
við mér. Fyrir ofan mig var dýrðleg saga konunga Bæheims, fyrir neðan mig saga
mikilsvirtra fanga. Öll höfðu þau þurft að ganga þama í gegn, Kalandra og Horakova,
Slansky og Clementis, og vinir mínir Sabata og Hubl.
Ungi maðurinn (allt benti til þess að þetta væri kærasti R.) skoðaði allt gaumgæfilega.
Hann áleit greinilega að lögreglan fylgdist með mér í gegnum falda hljóðnema. Við
kinkuðum kolli og fórum út. í fyrstu gengum við án þess að mæla orð frá vömm, og það
76
TMM 1990:3