Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 93
Ritdómar
Leitin aö upprunanum
Sturlunga saga I—III. Ritstjóri: Ömólfur Thorsson.
Svart á hvítu 1988. Bindi I—II: Sturlunga saga.
Áma saga biskups. Hrafns saga Sveinbjamarsonar
hin sérstaka. 937 bls. Bindi III: Skýringar og fræði.
Inngangur. Islendingabók. Veraldar saga. Leiðar-
vísir Nikulás Bergssonar. Nafnaskrá. Staðamafna-
skrá. CXXXVI+523 bls.
Ekki er ofmælt að segja að í þeirri útgáfu Sturl-
unga sögu sem nú hefur séð dagsins Ijós á
vegum Svarts á hvítu birtist lesendum alveg nýr
Sturlungutexti. Hingað til hefur almenningur
einkum átt þess kost að kynnast þessum mikla
sagnabálki í Reykjavíkurútgáfunni svokölluðu,
sem Jón Jóhannesson, Kristján Eldjám og
Magnús Finnbogason sáu um árið 1946 en hef-
ur verið enduiprentuð síðan og þykir sérlega
vönduð. En þessar tvær útgáfur eru byggðar á
svo gerólíkum forsendum, að erfitt er að bera
þær saman sem slíkar eða jafnvel segja að nýja
útgáfan geti beinlínis „komið í staðinn fyrir“
hina fyrri: að þessu leyti stendur hvor um sig
sjálfstætt. Þessar ólíku forsendur sem útgef-
endur hafa fylgt em hins vegar allrar athygli
verðar og er reyndar nauðsynlegt að gera sér
grein fyrir þeim ef menn vilja meta útgáfu
Svarts á hvítu að verðleikum.
Það er engin tilviljun að útgefendur Sturlungu
skuli hafa fylgt mismunandi stefnum, því öll
gerð og varðveisla þessa umfangsmikla texta er
með þeim hætti að því fylgja flókin og torleyst
vandamál að búa hann í hendur lesenda. Eins
og venjulega er sagt, er Sturlunga saga „sam-
steypa" eða „safnrit", þótt það orð sé reyndar
margrætt: um 1300 tók einhver „ritstjóri“ (e.t.v.
Þórður Narfason lögmaður á Skarði) sér fyrir
hendur að steypa níu sjálfstæðum ritum um
atburði 12. og 13. aldar, sem nú em öll glötuð í
upphaflegri mynd nema Hrafns saga ein, saman
í einn samfelldan texta, þar sem saga þessa
tímabils væri rakin nokkum veginn í réttri tíma-
röð eftir því sem við var komið. Einhvem tíma
á fyrri hluta 14. aldar var þessi „eldri gerð“
sögunnar — sem ekki var farið að kalla „Sturl-
unga sögu“ fyrr en löngu síðar — svo aukin til
muna.
Gerðir Sturlungu og eldri útgáfur
í byrjun 17. aldar var hvor gerðin um sig
varðveitt í einni skinnbók, sem kallaðar hafa
verið Króksfjarðarbók og Reykjarfjarðarbók.
Þær vom báðar skrifaðar um eða eftir miðbik
14. aldar, en þó er ekki hægt að leggja þær að
jöfnu: Reykjarfjarðarbók virðist hafa verið
mjög gott eintak yngri gerðarinnar (jafnvel
frumrit hennar að sumra áliti), en í Króksfjarð-
arbók var texti eldri gerðarinnar sums staðar
styttur og jafnvel afbakaður, þannig að nauð-
synlegt getur verið að leiðrétta hann eftir Reykj-
arfjarðarbók. Tímans tönn hefur síðan leikið
þessar skinnbækur grátt og hafa allmörg blöð
glatast úr Króksfjarðarbók en Reykjarfjarðar-
TMM 1990:3
91