Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 17
Kristján B. Jónasson
Endurkoma
Þessi grein fjailar um smásöguna „Endurkoma'1 eftir Svövu Jakobsdóttur,
sem fyrst kom út áriö 1986. Höfundur ræöir þann skilning á hugtakinu
endurtekning sem fram kemur í sögunni og hvernig þaö tengist þætti
tímans og undirvitundinni. Stuöst er viö hugtök frásagnarfræði og sál-
greiningar, og telur höfundur meðal annars að sagan fjalli um tímaskynjun
sem sé persónubundin en ekki nauðsynlega kynbundin.
í upphafi sögunnar „Endurkoma“ eftir
Svövu Jakobsdóttur lendir aðalsöguhetjan,
Anna, á íslenskri grund eftir að hafa verið
i ^
fjarvista við landið í rúm fjörutíu ár. I
stríðslok hafði hún flust vestur um haf
ásamt móður sinni og stjúpa sem var banda-
rískur hermaður, flenst þar, gifst og átt böm
en ekki vogað sér að heimsækja átthagana
fyrr en nú. Ástæðan fyrir því em bitrar
bemskuminningar hennar frá landinu
kalda; erfiðleikamir sem fylgdu því að eiga
móður í ástandinu og illgimi skólafélag-
anna í hennar garð sökum þessa. Þegar hún
nú kemur aftur til landsins er flest breytt á
ytra borði og malbikað hefur verið yfir
æskustöðvamar á Grímsstaðaholtinu. Sárs-
aukafullar minningar virðast ekki lengur
eiga sér neina stoð í hinum ytri veruleik en
eitt kennileiti úr æsku hennar stendur þó
enn, Miðbæjarskólinn. Þangað er Anna tog-
uð til fundar við óuppgerða reikninga for-
tíðar. í porti skólans hafði henni verið út-
skúfað úr samfélagi bamanna sökum
samskipta hennar við útlensku hermennina
og nú stendur hún á sama stað og upplifir
þennan atburð á ný. Afleiðingar þess eru þó
aðrar en áður. Hún yfirgefur nú skólaportið
sátt við líf sitt og fortíð.
Tími og endurtekning
Endurtekningin er, eins og titill sögunnar
bendir til, mikilvægur þáttur í henni. Með
endurtekningu er þá átti við að ákveðið
atriði innan textans endurtekur sig á ólíkum
stöðum og varpar með því ljósi á tíma-
formgerð sögunnar og hvaða tímahugtak
liggur henni að baki. Annars er endurtekn-
ingin síður en svo bundin tíma í bók-
menntaverkum því hana má finna á nánast
TMM 1990:3
15