Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 12
sterku tilfinningalegu upplifun bamsins og ekkert annað var til. Þegar þetta var afstaðið gerði ég mér grein fyrir að ég hafði orðið átta eða níu ára á meðan þetta stóð yfir. Það var ekki lengi. Ég var með öðru fólki sem virtist ekki hafa tekið eftir neinu. En ég man að það var næstum sárt og — já — á ég að segja „furðulegt“ að koma aftur. Það var eins og að vakna á ókunnum stað og ég fann til óljósrar sektarkenndar yfir að eitthvað í mér, eitthvað sem ég réði ekki við, hafði áreynslulaust þurrkað út alla þá sem standa mér næst, manninn minn og son minn sem hafa skipað stærra rúm í lífi mínu síðustu áratugi en nokkrir aðrir. Það var ekkert annað til en skynjun mín og bamslíkami. — Varðstu ekki hrœdd? — Ekki hrædd, en undrandi, ringluð. Þetta var eitthvað sem ég réði ekki við og ef menn leggja það í vana sinn að hverfa frá umhverfi sínu á þennan hátt, em þeir að sjálfsögðu á leið inn í einhvers konar geð- veiki. En sem einangrað atvik, einangruð lífsreynsla, vakti þetta frekar áhuga minn en ótta. Þetta staðfesti það sem mig gmnaði fyrir að við búum yfir takmarkalausum sál- rænum möguleikum og að hin rökvísa heimsmynd tekur aðeins til hluta þess sem fólk hefur reynt og skilið. Það eru til dæmis engin rökleg svör til við spumingum eins og þessari: Hvers vegna gróðursetur þú tré undir eldfjallinu? Það gæti komið gos. Eða — hvers vegna elskar þú þennan mann eða þetta bam? Þau geta yfirgefið þig. Eða — hvers vegna lifirðu? Þú sem átt að deyja. Mér fínnst þetta áhugavert og ég reyni meðal annars að ná taki á einhverju af þessu í smásögunum í Undir eldfjalli. Ég reyni allt hvað ég get til að endurskapa í textanum þær tilfinningar sem svo oft verða annað hvort kjánalegar eða tilfinningasamar þeg- ar maður reynir að veiða þær með málinu. Kannski forðast þær orð og hugtök ... Ástin —/ sjónvarpsleikritinu Næturganga, 1989, hafnar Guðný kœrastanum og hann segir hitur: „Þú ert hörð“. Hún svarar: „Nei, ástin er hörð“. 1 Gunnlaðar sögu neitar Gunnlöð að hjálpa Loka,þegar hann ákall- ar hana í angist sinni og neyð. Það er miskunnarlaus ást sem lýst er í þessum verkum? — Atriðið sem þú vísar til í Gunnlaðar sögu er níunda nóttin í konungsvígslunni, síðasta og skelfilegasta þolraunin fyrir kon- ungsvígsluna. Þessa þolraun verða bæði Loki og Gunnlöð að standast, en hann brotnar. Hann biður hana að hugga sig, verða eins og móðir, taka frá sér óttann og einmanaleikann sem hann vill ekki sætta sig við. Hún getur ekki komið til móts við hann án þess að brjóta gegn öllu því sem hún er og stendur fyrir. Það er í raun vegna þess að hún elskar Loka sem hún tekur þessa afstöðu. Hún myndi missa sjálfsvirð- ingu sína og sem hálf manneskja, skert manneskja, myndi hún gefa honum stað- festingu á ást sirmi til hans. Allt of margar konur myndu hafa valið þá lausn. í mínum augum er það engin lausn af því að í raun er þetta alls ekki tjáning á ást. Það sem konan þráir er að vera elskuð að launum fyrir það sem hún hefur gefið. Astin verður að vera heil. Því meira sem kona smækkar sig, því meira sem hún bælir þarfir sínar í nafni ástarinnar, því minna hæf verður hún til að elska skilyrðislaust. Ég 10 TMM 1990:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.