Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 34
Öld tvífarans „Æ, æruverðugi herra!“ hélt Schönfeld áfram, „hvaða gagn hafið þér nú af henni? Ég á við þá sérstöku andans starf- semi sem kölluð er meðvitund, og sem er ekkert annað en bölvuð athafnasemi benvítugs tollheimtumanns — verslun- arfulltrúa — aðstoðaryfireftirlitsmanns, sem hefur slegið upp ólánssamri skrif- stofu sinni á háalofti og segir við alla vöm sem vill út: „Hó . . . hó . . . út- flutningurbannaður... úr landi, úr landi fer hún ekki.“ E.T.A. Hofffnann: Elixírar andskotans,17 Sameiginlegt eldri gerðum tvífara í bók- menntum er að ytri tvífarinn stefnir ekki sjálfsvitund þess sem tvítekinn er í voða. A þessu, einsog öllu sem varðar sjálfskönnun mannsins, verður grundvallarbreyting á 18. öld og fyrri hluta þeirrar mtjándu. Þegar guð virtist horfinn af leiksviðinu og ekkert lengur algilt, gerði maðurinn sjálfan sig að viðfangsefni sínu með þeim hætti sem ekki voru til dæmi um fyrr, nema kannski frá blómaskeiði borgríkjanna grísku. Þá er lagður grunnur allrar sálfræði í nútíma- skilningi.18 Samfara sjálfsköfun heimspekinga og rit- höfunda breytist eðli tvífarans: Hann verð- ur nú atburður í sálarlífi þess sem sér hann, tákn um klofning sjálfsvitundar. í stað ytra ruglings veldur tvífarinn innra stríði. Hugs- uðir 18. aldar vom mjög uppteknir af því hvað maðurinn væri í eðli sínu, af sjálfsveru hans eða „ídentíteti“. Síðarnefnda orðið er í íslenskum orðabókum (t.d. Ensk-íslensku orðabókinni), þýtt sem „það að vera það sem maður er“. En hvað þýðir það? Er hægt að vera eitthvað annað? Eða er kannski hægt að vera það sem maður er ekki? Skáld og hugsuðir þessa tíma röktu erfið- leika mannsins við að finna „sjálfan sig“ oft til klofningsins milli innri náttúru og fé- lagslegrar aðlögunar, milli þess sem mað- urinn er að upplagi og þess hlutverks sem samfélagið krefst að hann leiki. I Fást Goethes búa tveir menn, hann þarf að berj- ast fyrir einingu hugsana sinna og gerða; hann er „sameinað tvíeðli“ (þý. Geeinte Zwienatur). Þoli maðurinn ekki sitt innra stríð, missi hann tökin á tvíeðli sínu, birtist honum tvífari hans, tákn ósigurins. Þannig er því farið í fjölmörgum tvífarasögum 19. aldar. Auðvitað á þessi klofningur ekki bara hugmyndasögulegar rætur, heldur tengist hann líka vaxandi verkaskiptingu og að- skilnaði mannfélags og náttúru og hefur fylgt borgaralegu samfélagi alla tíð. Öll getum við átt í sálarstríði vegna þeirrar gjár sem myndast milli þess sem við höldum að við séum og þess sem við höldum okkur eiga að vera. Þannig slæst hver maður við „ímynd“ sína. Stór hluti tvífarasagna seinni tíma, svo áfram sé stuðst lauslega við flokkun Bravo, fjallar um þessa sundrungu sjálfsins. Ein fyrsta eiginlega tvífarasagan, sagan um Siebenkás (1796) eftir þýska skáldið með franska nafninu, Jean Paul, er í þeim anda. Lögfræðingurinn Siebenkás býr í óham- ingjusömu hjónabandi við það sem höf- undurinn með fyrstu mönnum kallaði smáborgaralegar aðstæður. Hann lætur sig dreyma um að hætta smámálarekstri sínum og gerast listamaður, skrifa hryllingssögur við kertaljós. Til þess hefur hann nafna- skipti við vin sinn, sem líkist honum einsog eineggja tvíburi og nefnist Leibgeber (eig- inlega Sá sem gefur líkama). En það dugir 32 TMM 1990:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.