Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 94
bók hefur farið forgörðum að mestu (30 blöð
varðveitt af einum 180). Áður en þetta gerðist
voru þó skrifuð upp eftir þeim pappírshandrit,
og verða útgefendur nú á dögum að byggja á
þeim að vemlegu leyti, en sá er gallinn áþessum
uppskriftum að þar er texta skinnbókanna ekki
haldið aðskildum og gerðunum tveimur þannig
víða blandað saman.
Hér virðist nú komin býsna torráðin flækja og
við því að búast að mörgum reynist villugjamt
að reyna að rekja hana sundur. Fram að þessu
hafa fræðimenn jafnan fylgt einum leiðarþræði
í útgáfustarfi sínu og hann er sá að reyna að
komast sem næst „upprunalegum texta“ verks-
ins. Sú hugsun sem býr þar að baki kemur
glögglega fram hjá Bimi M. Ólsen:
Sjálfstætt rit er Sturlunga ekki. Höfund-
ur hennar tekur að eins upp eldri höf-
unda svo að segja óbreytt. Hann er
safnandi en ekki sjálfstæður sagnamað-
ur. (...) Ef vjer ættum völina, þá mund-
um vjer heldur kjósa að eiga allar hinar
einstöku sögur óbreyttar og sjálfstæðar
enn þetta stóra safh.
Þessi leiðarþráður hefur þó teygt menn mis-
jafnlega langt. Kristian Kálund, sem gaf út
helstu fræðilegu útgáfu Sturlunga sögu 1906-
1911, valdi þann kostinn að fylgja Króksfjarð-
arbók, sem hefur að geyma „eldri gerðina", svo
langt sem hún nær, en fylla svo upp með Reykj-
arfjarðarbók og pappírshandritum. Aðrir útgef-
endur hafa viljað ganga enn lengra og reynt að
vinsa hinar „upphaflegu sögur“ út úr samsteyp-
unni og prenta þær hverja fyrir sig: hafa þeir
þannig stefnt að því að „endurgera" sögumar í
samræmi við það sem Bjöm M. Ólsen taldi að
væri æskilegasti valkosturinn. Þar sem hug-
myndir manna um samsemingu Sturlungu hafa
breyst og þróast hefurþetta ekki alltaf verið gert
með sama hætti, en þessari stefnu hefur verið
fylgt í öllum alþýðuútgáfum sem prentaðarhafa
verið á íslandi og einnig í Reykjavíkurútgáf-
unni frá 1946, þar sem gengið er einna lengst í
þessum efnum. Þetta er því sá Sturlungutexti
sem flestum lesendum er kunnur.
Utgáfunefnd Svarts á hvítu hefur hins vegar
tekið þann kost að fara allt aðra leið, en hún er
sú að „halda Sturlunga sögu sem safnriti" eins
og segir í inngangi: textinn er því prentaður sem
ein samhangandi heild eins og hann er í sam-
steypunni, þó þeir textar sem talið er að safnið
hafí verið gert úr séu auðkenndir með fyrir-
sögnum innan homklofa og „hlaupandi titlum“
á hverri opnu. Þótt þannig sé farið eftir útgáfu
Kristians Kálunds og texti Króksfjarðarbókar
lagður til grundvallar þar sem hann er fyrir
hendi, er víða vikið frá honum og farið eftir
texta Reykjarfjarðarbókar. Þetta skýra útgef-
endur m.a. á þennan hátt:
Lesbrigði úr Reykjarljarðarbók og eftir-
ritum hennar em valin umfram Króks-
fjarðarbók annars vegar þar sem texti
hinnar síðamefndu er sýnilega brengl-
aður og hins vegar stundum þar sem
Reykjarfjarðarbók og eftirrit hennar
segja frá á annan veg en Króksfjarð-
arbók og útgefendum þótti betur fara.“
(Inngangur, bls. xcvi).
En þetta er þó ekki nema hluti málsins: út-
gefendur hafa einnig tekið þá stefnu að fara eftir
yngri gerðinni „þar sem meira er til frásagnar"
og láta það sjónarmið ráða „að halda til haga
sem mestu úr báðum gerðum Sturlunga sögu
lesendum til fróðleiks og ánægju“ (inngangur
bls. xcvii). Hér er því ekki verið að hverfa aftur
til stefnu Kálunds andstætt þeim útgefendum
sem vildu brjóta textann í sundur, heldur er
annað og meira íhúfi: útgefendurfallafrá þeirri
meginreglu að stefna að því að birta eins „upp-
runalegan texta“ og hægt er, samkvæmt venju-
legum skilgreiningum — þótt þessi vinnubrögð
séu réttlætt með því að til sliks þyrfti að gera
tímafrekar textarannsóknir, hefði áreiðanlega
víða verið hægt að birta „upprunalegri texta“ en
gert er — og í staðinn valinn yngri texti en
„betri“ að dómi útgefenda og efnismeiri.
92
TMM 1990:3