Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 62
bandi ómaksins vert að velta fyrir sér, í
hverju hin tragíska reynsla sé fólgin og
hvert sé innsta eðli tragedíunnar.
Margt hefur á liðnum öldum verið skrifað
og skrafað um fjölbreytilega gagnsemi
tragedíunnar og þann mjög svo misjafna
skilning sem menn leggja í hana — og að
sjálfsögðu er til vitnis um lífskraft og frjó-
semd þessa tiltekna tjáningarforms. Rithöf-
undar fyrr og síðar hafa sótt til hennar
innblástur og fordæmi, og er skemmst að
minnast þeirra rithöfunda á meginlandi
Evrópu sem á tímum mikilla þrenginga og
aðsteðjandi háska fyrir veigamikil mannleg
verðmæti leituðu til hinna fomu snilldar-
verka um fyrirmyndir samtímatúlkunar á
hinum sígildu goðsögnum, sem hafa í sér
fólgna tjáningu á hinsta vanda mannsins,
bæði pólitískum, tilvistarlegum og trúar-
legum. Meðal þessara höfunda ber vissu-
lega að minnast manna á borð við Anouilh,
Giraudoux, Sartre, Cocteau, Yourcenar og
Espriu. Það sem allar þessar merkilegu og
lofsverðu tilraunir áttu sameiginlegt var, að
þær lögðu áherslu á einn þátt hinna fom-
grísku leikhúsverka, það er að segja pólit-
íska þáttinn, en slepptu trúarlega þættinum,
sem að mínu mati er mikilsverðasti þátt-
urinn, og fyrir bragðið urðu þessar tilraunir
stað- og tímabundnar; þær skorti eitthvað
af tilfinningaorku og algildi hinna fornu
fyrirmynda.
Hugtakið „tragedía" er stundum notað
nokkuð frjálslega og látið ná yfir hverskyns
hörmungar og harmsögur, sem kannski
er skiljanlegt með hliðsjón af háum aldri
þess, en veldur einatt túlkunarerfiðleikum.
Ég hef heyrt talað um „bjartsýna tragedíu“
og þykir það engin goðgá, þareð tragedían
er í innsta eðli sínu fjörgjafi, en á erfiðara
með að skilja orðtök einsog „tragedía ald-
arinnar“. Þegar lögð eru að jöfnu hugtakið
„tragískur" og hugtök á borð við „ömur-
legur“, „átakanlegur“, „hörmulegur“ eða
„grimmilegur“, þá virðist mönnum sjást yf-
ir hvað hin foma tragedía og tragedía yfír-
leitt felur í sér.
Þessi öld hefur vissulega verið hörmuleg
og grimmileg og skammarleg, en mér er til
efs að hún hafi verið tragískari en aðrar
aldir, af þeirri einföldu ástæðu að það sem
tragískt er verður aldrei mælt í magni, held-
ur er um að ræða einstaklingsbundna
reynslu, sem í innsta kjama sínum er trúar-
leg. Sex milljónir dauðdaga em í eðli sínu
ekki tragískari en einn dauðdagi, afþví sál-
arlífi okkar er þannig háttað, að við þolum
ekki nema ákveðið magn af þjáningu. Einn
dauðdagi með öllu sem honum er samfara
er hámark þess sem við fáum afborið á
tilteknu andartaki.
Um það má hinsvegar deila, hvort traged-
ían sé það tjáningarform sem best hentar til
að túlka aðstæður þessarar aldar. Frá einu
sjónarmiði má halda því fram, að kvik-
myndinni hafi betur auðnast að tjá öldina en
leikhúsinu. Hef ég þá í huga snilldarmenn
kvikmyndanna á borð við Chaplin, Eisen-
stein, Dreyer, Bergman, Bunuel, Saura,
Fellini, Cocteau, Tmffaut, Tarkovskí,
Wajda, Kúrósawa, Cacoyannis og Costa-
Gavras, svo nokkrir séu nefndir af handa-
hófi.
En tragedían er eiaðsíður það listform
sem gagngerast og marktækast tjáir og túlk-
ar örlög mannsins og aðstæður, kjama þess
að vera mennskur og lifa í félagslegu sam-
hengi. Það er ekki vegna þess að tragedían
líki eftir þjáningum eða atferli mannkyns,
heldur vegna þess að hún er mynstur eða
form sem gerir okkur fært að virða fyrir
okkur mannlífið í nærsýn, horfa í senn á
60
TMM 1990:3