Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 84
rekinn út úr hringnum, ég held enn áfram að hrapa, og núna hafa þeir enn ýtt við mér til
að ég hrapi ennþá lengra, ennþá dýpra, sífellt fjær landi mínu, í auðn heimsins þar sem
englamir hlæja hryllilega og kæfa öll mín orð samhljóma.
Ég veit að einhvers staðar er Söru, Gyðingastúlkuna Söru, sysmr mína Söm að finna,
en hvar?
Vitnað er í eftirfarandi verk:
Annie Leclerc: Kvennatal, 1976.
Paul Éluard: Andlit friðarins, 1951.
Eugéne Ionesco: Nashyrningurinn, 1959.
Friðrik Rafnsson þýddi
Sagan „Englamir“ er þriðji hluti skáldverksins Bók hláturs og óminnis sem út kom í París árið
1979. Sú bók var á sínum tíma talin ærið nýstárleg að forminu til, því hún er í sjö sjálfstæðum
hlutum sem þó kallast nægilega mikið á til að mynda heilsteypt bókmenntaverk, skáldsögu.
„Englamir“ er skýrt dæmi um þá frásagnarlist sem Milan Kundera hefur verið að þróa í verkum
sínum allt frá upphaft, margradda frásögn eða raddfleygaða, sem byggist á því að tvinna næsta
ólíka efnisþætti saman í listræna heild. Skáldsagan Óbœrilegur léttleiki tilverunnar (á íslensku
1986) ber þessu glöggt vitni. Nýjasta skáldsaga Kundera, Ódauðleikinn (1990, væntanleg á
íslensku nú í haust) þykir hins vegar taka öðmm bókum hans fram að þessu leyti. Verk Kundera
hafa verið bönnuð í Tékkóslóvakíu, heimalandi höfundar, ffá 1968, en nú er loks ráðgert að gefa
þau út þar í landi. — Þýðandi.
Myndir: Sigrún Eldjárn
82
TMM 1990:3