Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 91
áður. Brad sagði að það væri ekki mikið mál fyrir Svein að koma og að hann
skyldi hjálpa honum fyrstu dagana.
Nokkrum vikum seinna stóð Sveinn á Kennedyflugvelli í New York og litaðist um
eftir Brad. Þeir ákváðu að gista í New York um nóttina þar sem fluginu hafði seinkað
um fjóra tíma. Þó Sveinn væri óömggur með sig í stórborginni fóru þeir á skemmtistað
um kvöldið og drukku sig létta. Brad átti Hondu Civic og snemma morguninn eftir
flýttu þeir sér útúr New York áleiðis til Roswell. Fimm tímum seinna komu þeir á
staðinn. Brad bjó hjá foreldrum sínum en Sveinn mátti liggja á gólfinu hjá honum
þangað til annað fengist.
Þrem vikum seinna var Sveinn farinn að leigja sér herbergi úti í bæ. Hann hafði
enga vinnu fengið þar sem hann hafði ekkert atvinnuleyfi og lítið hægt að falast eftir
svartri vinnu. Hann ráfaði því um þennan 90.000 manna bæ á daginn, fór í bíó og á
bari á kvöldin og hafði smá heimþrá.
Það var komið fram í mars og vorið farið að láta á sér kræla. Jörðin ilmaði af
nýgræðingi, rök og heit, í andstöðu við harðan frerann aðeins hálfum mánuði fyrr.
Sveinn skrimti á því sem hann fékk fyrir að keyra út pítsur. Kaupið var lágt, hann var
atvinnuleyfislaus og varð að sætta sig við helmingi minna kaup en allir aðrir.
Einn dag í mars sat hann á bekk við torgið í miðbænum. Það beið hans vinna um
kvöldið. Hann sat hokinn og horfði í gaupnir sér. Allt í einu heyrði hann konurödd
sem kallaði til hans.
— Halló, þú þama.
— Ha! Attu við mig? svaraði Sveinn á ensku líkt og konan.
— Já, komdu héma og talaðu við mig, hrópaði konan úr aftursætinu á svartri
limmósínu. Þegar Sveinn kom nær sá hann ekki betur en þetta væri leikkonan fræga,
Bemadetta Savage.
— Má ég aðeins tala við þig í smástund? spurði hún Svein. Hann hélt það nú. í
bílnum sagði Bemadetta honum að hún væri að leika í nýrri mynd og að það vantaði
einhvem í eitt karlhlutverkið. Einhvem sem ætti að leika á móti henni. Sá sem var
ráðinn upphaflega hafði orðið alvarlega veikur. I rúman hálfan mánuð hafði kvik-
myndafélagið verið að leita að manni í hlutverkið. Tökur hefðu átt að byrja tíu dögum
fyrr en ekkert gat gerst fyrr en mótleikari fyndist. Hún sagði að Sveinn væri tilvalinn
í hlutverkið og að enskan hans væri fullkomin fyrir hlutverkið.
— En ég hef aldrei leikið, mótmælti Sveinn.
— Ég er viss um að þú getur það, sagði Bemadetta. — Leikstjórinn vill að
sjálfsögðu sjá þig gera eitthvað en ég finn á mér að þú verður góður.
Það kom í ljós að hún hafði rétt fyrir sér. Leikstjórinn var himinlifandi yfir að sjá
TMM 1990:3
89