Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 11
—Því trúi ég ekki. Ég efast um að nokkur geti í raun sætt sig við að hann muni deyja. Sálgreiningin segir að það sé tvennt sem boðar að sjálfsveran sé orðin að samfélags- veru og það er að maður viðurkenni að maður geti ekki ráðið yfir heiminum og að við munum deyja. Og það er einmitt þetta tvennt úr hugarheimi bernskunnar sem við eigum óhemju erftt með að afsala okkur. Ég held meira að segja að það sé vel hægt að segja að öll mestu afrek vestrœnnar menningar, bæði á sviði vísinda og lista, séu eins konar tjáning á þessum bernsku draumum um að stjórna veröldinni og af- neita dauðanum. — Jæja. En ég get fallist á að það sé kannski óskhyggja að halda að maðurinn geti verið kvíðalaus gagnvart dauðanum. Það er manninum eðlislægt að berjast fyrir lífi sínu, sem betur fer, en um leið er það fánýtt að afneita dauðanum og þess vegna dapurlegt. Getur það ekki líka talist til af- reka að deyja virðulega? Reynsla og rökhyggja — Fólk hefur verið mjög upptekið afþætti goðsagnanna í Gunnlaðar sögu, en ímínum augum er þáttur móðurinnar, samtíðarhlut- inn, ekki minna mikilvægur. Listrænn styrk- ur bókarinnar finnst mérfólginn í samspili þessara tveggja þátta. Það að móðirin tek- ursérstöðu með dótturinni og tekur afstöðu gegn fyrri, borgaralegri tilveru sinni gerist sem afleiðing afmargþættu uppgjöri henn- ar við karlstýrða, vestræna menningu okk- ar. Ekki síst hugtökin „skynsemi" og „rökhyggja". — Ég hef alltaf laðast að furðusögum og það er kannski til marks um að mér hefur aldrei fundist að veruleikaskilningur sem byggir á rökhyggjunni einni saman sé sér- lega skynsamlegur eða í samræmi við raun- veruleikann yfirleitt. Ég hef velt því fyrir mér hvort ekki sé til einhvers konar frum- læg tilfinning sem geti orðið svo sterk að hún taki völdin af manni. Hvort ekki sé til eitthvað sem við gætum kallað „tilfinninga- minni“, minni sem er óháð vitsmunum okk- ar og þar með öðruvísi en þau fyrirbæri sem við eigum hugtök yfir. —Attuþá við að þetta „ tilfinningaminni “ sé óháð hugtökunum sem hugsun okkar er byggð úr, að það verði til á undan málinu en sé bœlt afeða ímálinu sjálfu? — Eitthvað í þá áttina. En ef við höfum þannig skynjun eins og nokkurs konar hljómbotn í sjálfi okkar, þá verður hún aldrei bæld fullkomlega og hverfur aldrei. Ég varð fyrir reynslu fyrir skömmu sem mér fannst mjög einkennileg. Ég var á ferð í Kanada í bænum þar sem ég ólst upp og stóð á stígnum þar sem ég var vön að ganga á leiðinni í skólann. Skyndilega var mér kippt út úr nútímanum og ég varð aftur bam. Ég var á sviði bemskunnar, í hinni Svava í Wynyard 1976. TMM 1990:3 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.