Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 80
Hún hafði skrifað undir skýrsluna og tveimur dögum síðar hafði ritstjórinn kallað hana
inn á skrifstofu til sín og sagt henni að hún væri rekin á stundinni. Sama dag fór hún upp
á útvarpið þar sem hún átti vini sem höfðu fyrir löngu boðið henni vinnu þar. Þeir heilsuðu
henni fagnandi, en þegar hún kom daginn eftir til að ganga frá samningi, var starfs-
mannastjórinn, sem kunni vel við hana, alveg miður sín.
„Hvað varstu eiginlega að gera! Þú ert búin að eyðileggja líf þitt. Ég get ekkert gert
fyrir þig.“
Hún var fyrst á báðum áttum hvort hún ætti að tala við mig, því hún þurfti að lofa
lögreglunni að segja engum neitt um yfirheyrsluna. En þegar hún fékk aðra kvaðningu
frá lögreglunni (hún átti að mæta þar daginn eftir), ákvað hún að vissara væri að hitta mig
á laun til skrafs og ráðagerða og koma í veg fyrir að við kæmum með sitt hvora útgáfuna
ef ég myndi líka vera kallaður til yfirheyrslu.
Áttið ykkur á því að R. var engin gunga, hún var bara ung og óreynd. Hún var að fá
fyrsta áfallið, óskiljanlegt og óvænt, og hún myndi aldrei gleyma því. Ég gerði mér ljóst
að ég hafði verið valinn til þess að vera ógnvaldur og refsivöndur á fólk og mér fór að
standa stuggur af sjálfum mér...
„Heldur þú,“ spurði hún með öndina í hálsinum, „að þeir viti um þúsund krónumar
sem þú fékkst fyrir stjömuspána?“
„Hafðu engar áhyggjur af því. Gaur sem hefur lesið marx-lenínisma í Moskvu í þrjú
ár þorir aldrei að játa að hann hafi látið einhvem plokka sig fyrir stjömuspár.“
Hún hló og enda þótt þessi hlátur hafi aðeins varað tæplega hálfa sekúndu, hljómaði
hláturinn í eyrum mínum eins og varfærið loforð um sáluhjálp. Því það var einmitt svona
hlátur sem ég þráði þegar ég var að skrifa allar heimskulegu greinamar um Fiskana,
Meyjuna og Hrútinn, ég óskaði mér einmitt svona hláturs, en ég heyrði hann hvergi vegna
þess að í millitíðinni höfðu englamir alls staðar komist í áhrifastöður, herráð, þeir höfðu
sölsað undir sig vinstrið og hægrið, Araba og Gyðinga, rússneska herforingja og rússneska
útlaga. Þeir horfðu kuldalega á okkur úr öllum áttum og þetta augnaráð tætti utan af okkur
notalega ærslafullan felubúninginn og breytti okkur í fláráð afstyrmi sem unnu fyrir
tímarit sósíalískrar æsku, en trúðu hvorki á sósíalisma né æsku, gerðu stjömuspá handa
ritstjóranum, en gáfu bæði skít í ritstjórann og stjömuspána hans, voru að sýsla við fánýta
hluti meðan allir í kringum okkur (hægri- og vinstrimenn, Arabar og Gyðingar, her-
foringjar og útlagar) börðust fyrir framtíð mannkynsins. Við fundum hvemig augnaráð
þeirra hvíldi þungt á okkur og breytti okkur í skorkvikindi sem réttast væri að kremja
undir hæl sér.
Mér tókst að hemja örvæntinguna og reyndi að úthugsa nothæfa áætlun handa R. sem
hún gæti játað fyrir lögreglunni daginn eftir. Meðan á samtali okkar stóð, hafði hún
nokkmm sinnum staðið upp til að skreppa á klósettið. Hún sneri alltaf til baka við undirleik
vatnskassans á klósettinu, stíf og vandræðaleg á svipinn. Þessi hugrakka stúlka skamm-
78
TMM 1990:3