Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 105
þó eilítið í stúf við hina byggingarfræðilegu
nákvæmni. Hann skortir þann safa sem er öllum
skáldskap nauðsynlegur eigi hann að dafna og
braggast. Þessi vöntun verður enn sárari þegar
gætt er að því að helstu prósaverk samtíðarinnar
byggja einkum stíl sinn á myndauðgi og ljóð-
rænum anda og í samanburði við hann virðist
stfll Kristjáns stundum nokkuð bragðdaufur.
Kristján B. Jónasson
Spuni og saga
Þórunn Valdimarsdóttir. Snorri á Húsafelli. Saga
frá 18. öld. Almenna bókafélagið 1989. 437 bls.
Undanfarin ár hefur verið um það rætt meðal
íslenskra sagnfræðinga að ekki hafi verið lögð
nógu mikil rækt við að skrifa texta sem alþýða
manna geti haft gaman af. Margir hafa lagt
heilann í bleyti og sumir spreytt sig á að leysa
þann vanda. Þar er Þórunn Valdimarsdóttir
fremst í flokki. Fyrir fjórum árum skrifaði hún
afbragðsgóða bók um landbúnað í Reykjavík og
í fyrra gaf hún út ævisögu séra Snorra á Húsa-
felli. í fyrri bókinni beitti hún sagnfræðilegum
aðferðum af hugkvæmni og úr varð nýstárleg
og spennandi bók. Að þessu sinni lætur hún sér
nægja fremur venjuleg sagnfræðileg vinnu-
brögð, en notar hugarflugið til skáldskapar.
Draumurinn er að ná sem best til sem flestra:
„En til þess að ná víðari lesendahópi en sagn-
fræðinga hef ég reynt að setja heimildamolana
þannig saman að fleiri nenni að lesa.“ (13)
Fyrirfram var Þórunn búin að boða óhefðbund-
ið verk og bók sem ekki væri skrifuð „fyrir
sagnfræðinga heldur upplýstan almenning."1
Miðað við vinsældir verksins hefur það tekist
og er það vel. Spuming mín er hins vegar sú
hvort ritið sé góð sagnfræði og hvort þetta sé
leiðin út úr ógöngum andleysis og þurrpumpu-
gangs sem íslensk sagnaritun er í. Ég tel að svo
sé ekki.
Höfundur og viðfangsefni
Þórunn þráir að skynja fortíðina, heyra og sjá:
„í andartak opnast þeim er sökkvir sér niður í
handritið sýn inn í löngu liðna tíð“ (313). Hún
talar um „innri augu“ sín og lflcir sér við mynda-
vél (13). Kvartað er undan „heimildaþoku“ (52,
95) og harmað að „sögulegt skyggni“ sé ekkert
(111). Barátta Þórunnar felst í því að líta söguna
augum, líkt og þegar hún hugsar sér að ungling-
ur fylgist með síðustu messu séra Snorra: „Hann
hefur langað svo mjög að sjá andaútrekarann
gamla að dagurinn bítur sig fastan í minni hans.
Við náum því að sjá brot úr þessum degi með
augum sveinsins." (273) Bölið er að hvers-
dagslegur veruleiki séra Snorra og samtíðar-
manna hans er „gjörsamlega horfínn, rétt eins
og fiskurinn og fuglinn sem Snorri og sóknar-
menn átu þá daga.“ (173) Fortíðin er ósýnileg,
en þar kemur sagnfræðingurinn til bjargar.
Hann er Galfleó með nýjan kíki, kemur auga á
og veit betur: „Við sem sitjum með sjónaukann
öldum síðar sjáum að Helgi þessi endar líf sitt
eftir rúman áratug — fellur í læk á heimleið úr
kaupstað og andast á lækjarbakkanum" (125).
Sagnfræðingurinn ræður ferðinni og horfir
haukfránum augum yfir sviðið: „Nú lækkum
við flugið yfir veiðistöðinni í Skáladal." (155)
Hann leysir gátuna, skapar heiminn: „Við heyr-
um ekki hvað hann segir við nývígðan kenni-
mann, með öllu ókunnan héraðinu. Mér heyrist
hann segja frá högum presta í prestaköllunum
sex sem liggja að Isafjarðardjúpi.“ (131) Þetta
orðfæri virðist hliðstætt hugmyndum þýskrar
rómantíkur í byrjun 19. aldar um eðli skálda,
„trúnni að skáldsnillingnum einum birtist hinn
æðsti sannleikur."2
Afstaða sagnfræðings til fortíðarinnarerflók-
ið mál. Á hann að láta heimildimar tala, eins og
oft er sagt, eða er hann konungur í ríki sínu? Er
fortíðin til í raun og vem eða er hún sköp-
unarverk sagnfræðinga sem taka hana að sér?
Ég held að þama hljóti að vera ákveðið samspil
og að sagnfræðingar eigi að beita einhverju í
líkingu við það sem Freud kallaði „gleich-
schwebende Aufmerksamkeit“ eða „svífandi
TMM 1990:3
103