Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 18
öllum sviðum textans. í fyrsta lagi sem
stflbragð svo sem þegar um viðlög og hvers
konar formúlur í kvæðum er að ræða. Einn-
ig er endurtekningin eitt af meginlistbrögð-
um prósaskáldskapar. Atriði innan textans
öðlast merkingu sökum þess að þau eru
endurtekin og þannig lögð áhersla á gildi
þeirra fyrir túlkun hans. Þegar rætt er um
tímaformgerð sögunnar er í raun svipað
uppi á teningnum. Atriði innan textans er
snerta ákveðna tímahugsun sem liggur hon-
um að baki eru endurtekin og sú endurtekn-
ing er andstæð því línulega flæði sem
textinn virðist annars vera.
Strangt tekið er tíminn aldrei línulegur í
frásögn. Aristóteles gerði greinarmun á röð
atburða í veruleikanum og röð þeirra í frá-
sögn. Ýmsir bókmenntafræðingar hafa
byggt á þessum greinarmun og nú nýlega
franski frásagnarfræðingurinn Gérard Gen-
ette, sem hefur sett fram ítarlegt greining-
arkerfi sem að þessu lýtur.2 Grundvöllur
þess er sá mismunur sem er á þeim tíma sem
það tekur atburði sögunnar að gerast og
þeim tíma sem það tekur að segja frá þeim.
Annars vegar er því atburðatími eða sögu-
tími (fr. temps de l’histoire), hins vegar er
lestrartími eða frásagnartími (fr. temps du
récit). Út frá þessari aðgreiningu og mis-
genginu milli þessara tveggja tímasviða
skilgreinir Genette fjölda hugtaka. Helstu
flokkar slflcs tímamisgengis eru þrír: röð,
varanleiki og tíðni. Felur röðin í sér það
tímamisgengi sem myndast við mismun-
andi uppröðun sögunnar innan frásagnar-
innar en varanleikinn er í raun hraðamæling
á textanum, tíminn sem frásögnin tekur í
hlutfalli við tímalengd atburðanna sem
greint er frá. Tíðnin felur loks í sér hve oft
er sagt frá einhverjum atburði í textanum.3
í greiningunni á „Endurkomu" skipta röð
og tíðni einkum máli. Tíðnin er þýðingar-
mikil vegna þess að munurinn á einkvæmri
frásögn og endurtekinni frásögn er hér af-
gerandi. í textanum er eitt atriði endurtekið
tvisvar sinnum og það skiptir sköpum við
túlkun á sögunni. En röðin er veigamest af
því að afgerandi er hvar atburðurinn er stað-
settur innan frásagnarinnar. Ef sá sólar-
hringur sem líður frá því að Anna og Teddi,
eiginmaður hennar, lenda á Keflavíkurflug-
velh þar til þau hittast á hótelherbergi sínu
daginn eftir, er skoðaður sem aðalfrásögn,
miðast öll tímafrávik við hann. Öll atriði
sem lenda utan aðalfrásagnarinnar teljast
ytri endurlit og því flokkast meginviðburð-
imir tveir sem gerast fyrir þann tíma sem
slfldr. Þetta em í fyrsta lagi atburðurinn í
Miðbæjarskólaportinu sem gerðist vorið
1945 (bls. 121) og síðan endurlit til hans
fjömtíu ámm síðar, vorið 1985 í garði skól-
ans þar sem Anna er kennari (117). Aðal-
frásögnin á sér stað nokkmm mánuðum
síðar, sumarið 1985, og þá er enn um að
ræða endurlit til vorsins 1945 og þó í raun
meira en endurlit því atburðurinn er í raun
endurtekinn og nú á sama stað og hann
upphaflega gerðist. Það er því um þrjú meg-
in tímasvið í textanum að ræða sem öll
snúast um sama atburðinn: vor 1945, vor
1985 og sumar 1985.
Bæði endurlitin til vorsins 1945 eru hug-
læg. í bæði skiptin er það Anna sjálf sem
rifjar upp fortíð sína eða slær réttara sagt
saman ólíkum tímaskeiðum því minningin
kemur til hennar óbeðin. Minningin smýg-
ur inn í vitund hennar án þess að hún æski
þess sjálf. í fyrra skiptið sest Anna niður við
trjástofn á skólalóðinni og „spymti æ fastar
og tók ekki eftir því að grasnálin var orðin
klesst undir skósólanum og hún var komin
niður í svörð uns hann var orðinn harður
16
TMM 1990:3