Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 18
öllum sviðum textans. í fyrsta lagi sem stflbragð svo sem þegar um viðlög og hvers konar formúlur í kvæðum er að ræða. Einn- ig er endurtekningin eitt af meginlistbrögð- um prósaskáldskapar. Atriði innan textans öðlast merkingu sökum þess að þau eru endurtekin og þannig lögð áhersla á gildi þeirra fyrir túlkun hans. Þegar rætt er um tímaformgerð sögunnar er í raun svipað uppi á teningnum. Atriði innan textans er snerta ákveðna tímahugsun sem liggur hon- um að baki eru endurtekin og sú endurtekn- ing er andstæð því línulega flæði sem textinn virðist annars vera. Strangt tekið er tíminn aldrei línulegur í frásögn. Aristóteles gerði greinarmun á röð atburða í veruleikanum og röð þeirra í frá- sögn. Ýmsir bókmenntafræðingar hafa byggt á þessum greinarmun og nú nýlega franski frásagnarfræðingurinn Gérard Gen- ette, sem hefur sett fram ítarlegt greining- arkerfi sem að þessu lýtur.2 Grundvöllur þess er sá mismunur sem er á þeim tíma sem það tekur atburði sögunnar að gerast og þeim tíma sem það tekur að segja frá þeim. Annars vegar er því atburðatími eða sögu- tími (fr. temps de l’histoire), hins vegar er lestrartími eða frásagnartími (fr. temps du récit). Út frá þessari aðgreiningu og mis- genginu milli þessara tveggja tímasviða skilgreinir Genette fjölda hugtaka. Helstu flokkar slflcs tímamisgengis eru þrír: röð, varanleiki og tíðni. Felur röðin í sér það tímamisgengi sem myndast við mismun- andi uppröðun sögunnar innan frásagnar- innar en varanleikinn er í raun hraðamæling á textanum, tíminn sem frásögnin tekur í hlutfalli við tímalengd atburðanna sem greint er frá. Tíðnin felur loks í sér hve oft er sagt frá einhverjum atburði í textanum.3 í greiningunni á „Endurkomu" skipta röð og tíðni einkum máli. Tíðnin er þýðingar- mikil vegna þess að munurinn á einkvæmri frásögn og endurtekinni frásögn er hér af- gerandi. í textanum er eitt atriði endurtekið tvisvar sinnum og það skiptir sköpum við túlkun á sögunni. En röðin er veigamest af því að afgerandi er hvar atburðurinn er stað- settur innan frásagnarinnar. Ef sá sólar- hringur sem líður frá því að Anna og Teddi, eiginmaður hennar, lenda á Keflavíkurflug- velh þar til þau hittast á hótelherbergi sínu daginn eftir, er skoðaður sem aðalfrásögn, miðast öll tímafrávik við hann. Öll atriði sem lenda utan aðalfrásagnarinnar teljast ytri endurlit og því flokkast meginviðburð- imir tveir sem gerast fyrir þann tíma sem slfldr. Þetta em í fyrsta lagi atburðurinn í Miðbæjarskólaportinu sem gerðist vorið 1945 (bls. 121) og síðan endurlit til hans fjömtíu ámm síðar, vorið 1985 í garði skól- ans þar sem Anna er kennari (117). Aðal- frásögnin á sér stað nokkmm mánuðum síðar, sumarið 1985, og þá er enn um að ræða endurlit til vorsins 1945 og þó í raun meira en endurlit því atburðurinn er í raun endurtekinn og nú á sama stað og hann upphaflega gerðist. Það er því um þrjú meg- in tímasvið í textanum að ræða sem öll snúast um sama atburðinn: vor 1945, vor 1985 og sumar 1985. Bæði endurlitin til vorsins 1945 eru hug- læg. í bæði skiptin er það Anna sjálf sem rifjar upp fortíð sína eða slær réttara sagt saman ólíkum tímaskeiðum því minningin kemur til hennar óbeðin. Minningin smýg- ur inn í vitund hennar án þess að hún æski þess sjálf. í fyrra skiptið sest Anna niður við trjástofn á skólalóðinni og „spymti æ fastar og tók ekki eftir því að grasnálin var orðin klesst undir skósólanum og hún var komin niður í svörð uns hann var orðinn harður 16 TMM 1990:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.