Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 78
höfund, reykurinn steig til himins eins og hann vissi á gott og ég heyrði Éluard kveða málmkenndri röddu: Ástin er að störfum hún er óþreytandi. Og ég hljóp á eftir röddunni um götumar því ég vildi ekki missa sjónar af þessari mikilfenglegu kórónu líkama sem sveif yfír borginni og fullur örvæntingar vissi ég að þau flugu eins og fuglar og að ég hrapaði eins og steinn, að þau væm með vængi og að ég myndi aldrei framar fá vængi. 7 Átján ámm eftir að Kalandra var tekinn af lífi, var hann algerlega hreinsaður af öllum ákæmm, en nokkmm mánuðum síðar réðust rússnesku skriðdrekamir inn í Bæheim og það skipti engum togum að tugum þúsunda manna var gefið að sök að hafa brugðist alþýðunni og vonum hennar, nokkmm þeirra var varpað í fangelsi, meirihluti þeirra var rekinn úr starfí og tveimur ámm síðar (það er að segja tuttugu ámm eftir að Éluard flaug yfir Venceslastorginu), fór einn þessara nýju sakbominga (ég) að sjá um stjömuspárdálk í myndskreyttu tímariti sem ætlað var tékkneskri æsku. Ár var liðið frá því ég skrifaði greinina um Bogmanninn (þetta var því í desembermánuði 1972), þegar ungur ókunnur maður kom í heimsókn til mín. Hann rétti mér umslag án þess að segja orð. Ég reif það upp og las bréfið, en það leið nokkur stund þar til ég áttaði mig á því að bréfið var frá R. Skriftin var nær óþekkjanleg. R. hlaut að hafa verið í miklu uppnámi þegar hún skrifaði þetta bréf. Hún hafði reynt að orða bréfið á þann veg að enginn gæti skilið það nema ég; ég skildi því ekki nema helminginn af því. Þó gat ég ráðið af bréfinu að það hafi uppgötvast hver ég var ári eftir að ég fór að sjá um stjömuspána. Á þessum tíma bjó ég í smáíbúð við Bartolomejskagötu í Prag. Þetta er lítil en nokkuð þekkt gata. Öll húsin, að tveimur undanskildum (þar á meðal húsið sem ég bjó í), em í eigu lögreglunnar. Þegar ég leit út um gluggann hjá mér á fjórðu hæð sá ég hvar tumar Hradsínkastala gnæfðu y fir húsaþökin og þegar ég leit niður blöstu húsasund lögreglunnar við mér. Fyrir ofan mig var dýrðleg saga konunga Bæheims, fyrir neðan mig saga mikilsvirtra fanga. Öll höfðu þau þurft að ganga þama í gegn, Kalandra og Horakova, Slansky og Clementis, og vinir mínir Sabata og Hubl. Ungi maðurinn (allt benti til þess að þetta væri kærasti R.) skoðaði allt gaumgæfilega. Hann áleit greinilega að lögreglan fylgdist með mér í gegnum falda hljóðnema. Við kinkuðum kolli og fórum út. í fyrstu gengum við án þess að mæla orð frá vömm, og það 76 TMM 1990:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.