Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 19
Ögmundr Þér talið þá dönsku, herra Óðinn! Óðinn Það geri ég ekki nema við dóna. Ögmundr Ja, ég játa það, ég er dauðlegr maðr, en ég vonask eftir, að þér sýnið mér þann heiðr að talask við mig á íslenzku. (13) Eðli sínu trúr virðist mér Ögmundur taka orðið „dóni“ í úreltri merkingu. Upphaflega hefur það haft sambærilega'n merkingarblæ og samnefni þess, „rusti“ eða „ruddi“, það er óheflaður almúgamaður til aðgreiningar frá „fáguðum" aðlinum.81 Dœgradvöl segir Benedikt um skólapilta á Bessastöð- um, að þeir hafi ekki sparað þá fremur en nú „að tildra sér upp yfir almúgann, þótt þeir sjálfir væri af honum og upp á hann komnir, og kalla hvern ólærðan mann ‘dóna’“ (R.IV/327). Ber þetta umrædda orð nokkuð oft fyrir augu í skrifum Benedikts og virðist af þeim mega ráða að ofangreindur merking- arblær hafi legið í tíðarandanum. Andstæðurnar sem Ögmundur sýnist hafa í huga eru þó öllu frumlægari og forneskjulegri, eða — „dauðlegur mað- ur“/„ódauðlegir guðir“ — sem gefur því þá jafnframt undir fótinn að íslenskan sé „ódauðleg tunga“, en danskan hafí á hinn bóginn hrapað niður á hið dauðlega plan. I Valhallarþættinum biður Óðinn Braga um að fletta upp orðinu ,Jeveisa“ í orðabók fornfræðafélagsins hinni minni. „Það get ég ekki, faðir minn,“ svarar Bragi, „ég skil ekki dönsku“(29). Þótt pillan sé sjálfsagt einkum ætluð Eríki Jónssyni, má einnig lesa út úr henni vísun í úrkynjun dönskunnar. Hinn norræni guð skáldskapar og málsnilldar er hættur að skilja tungu Dana. Er þetta þó mildin ein hjá þeirri útreið sem danskur skáldskapur fær í Helvítis- þættinum þar sem hann er ffeklega niðraður og kenndur við leir og þýðingar af dönskum bókum bendlaðar við innblástur Andskotans sem eins og geta má nærri vísar í gróteskri hefð til andans sem úr óæðri endanum kemur. Svo vikið sé aftur að orðabókinni sem höfð er að skotspæni í Valhallar- þættinum þá vann Eiríkur Jónsson að Oldnordisk Ordbogsem fyrr er getið á samningstíma Gandreiðarinnar. Þótt verkið sé í texta Benedikts auðkennt sem orðabók fornfræðafélagsins „hin minni“, mun það engu að síður hafa verið meira að vöxtum en latnesk-íslensk orðabók hans sjálfs, Clavispoetica, sem var gefin út af fornfræðafélaginu um svipað leyti. Þótti Gröndal nafnið eitt á orðabók Eiríks jaðra við landráð, að ekki sé minnst á aðra vankanta sem hann fann á verkinu. Það sem menn streittust við að kalla fornnorrænu, það er að segja „danska tungu“, var að mati hans ekkert annað en íslenska. Hámark óhæfunnar fólst þó í því að í orðabók Eiríks voru þau uppflettiorð sem ekki fundust í fornritum auðkennd með I. Fannst honum það lítil bót, eins og segir hjá Ingvari Stefánssyni, þótt tekið væri fram í formálanum að TMM 1994:3 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.