Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 29
ýmsa lund; hrollur, viðbjóður, vellíðan eða hlakkandi hlátur; jafnvel allt þetta í senn. Tilgangur þess að hrella menn með svona nokkru er oftast sá að afhjúpa hræsni, fordóma og tabú samfélagsins. I Önnu er lesandinn, sá hænuhaus, hvað eftir annað stuðaður með slíkum gróteskum lýsingum sem nú verður nánar vikið að. í Önnu beinist athyglin mjög að líkamanum og þeim sviðum hans sem að öllu jöfnu sjást ekki á prenti í íslenskum bókmenntum. Hér er t.d. átt við hin ýmsu op líkamans og afurðir þeirra, auk þess er því sem stendur út úr líkamanum, s.s. nefi, útstandandi augum og getnaðarlim, sýndur mikill áhugi. Sem dæmi um grótesk augu og nef má nefna, að strax á fyrstu síðum Önnu þar sem lýst er borðhaldi íjölskyldunnar, þrútna augun í syni hússins, hann japlar út úr sér matarmauki á gaffalinn og í þokkabót rennur stanslaust úr nefinu á honum. Tungan og munnurinn, sem marka innganginn að iðradjúpum líkamans, fá einnig mikilvæga og gróteska áherslu víða í sög- unni. Lýst er iðandi tungum, votum tungubroddum, sívalri hundstungu sem breytist í ánamaðk, þöndum vörum og svo mætti lengi telja. Endaþarmurinn er sá staður sem gróteskan hefur hvað mest dálæti á. Hann er útgangurinn úr líkamanum; hringvöðvinn sem tengir líkamann við eilífa hringrás lífsins, sbr. þegar gamla konan í sögunni kúkar undir húsvegg þar sem hún vonast til að síðar spretti venusvagnar og rósarunnar af hinum lífræna áburði. Fruss, rop eða prump hefur siðmenningin kennt mönnum að bæla eins og kostur er. En persónurnar í Önnu fara ekki í launkofa með líkamlegar þarfir sínar (og geta það heldur ekki, svo nákvæmlega er fylgst með hverju fótspori þeirra þennan sólarhring sem sagan spannar); Sveinn smellropaði stöku sinnum lyktarlausum morgunropa. Og við ropann komst hann í sælukennt ástand, gjóandi hálfstorknuð- um augum vinnuþrælsins á eldhúsklukkuna. Eftir síðasta ropann, stóð hann prumpandi frá borðinu ... (212) Útstandandi líkamshlutar, hin ýmsu op og afurðir þeirra, eiga það sameig- inlegt að á þessum mörkum renna líkami og umhverfi saman. í þessum samruna eiga gróteskar athafnir sér stað. Samkvæmt kenningum Bakhtíns renna líkami og jörð saman við hægðalosun, og þvaglát gegnir svipuðu hlutverki fýrir samruna líkama og sjávar. Hið sama mun gilda um slef, svita, hor, ælu o.s.frv. Dæmi um gróteskan framskagandi líkamshluta er getnað- arlimurinn; tengiliðurinn fyrir samruna tveggja líkama. I Önnu er það limur heimilisföðurins, Sveins, sem mesta umfjöllun fær. Milli þess sem Sveinn borar í nefið (en það er eina dund hans utan vinnunnar) er hann að fitla við tippið á sér. Sjaldan hefur nokkur getnaðarlimur fengið jafn mikla umfjöllun í nokkurri skáldsögu. Standpína Sveins leiðir til margra snilldarlegra tilþrifa TMM 1994:3 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.