Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 74
Neil Mc Mahon
Að færa skáldsögu yfir í
myndform: Salka Valka
Inngangur
Gagnrýnendur, kvikmyndagerðarmenn og rithöfundar eru ekki á einu máli
um tengsl bókmennta og kvikmynda. Því eru ýmsar skoðanir uppi um það
hverju kvikmyndagerðarmaðurinn komi til leiðar með yfirfærslu milli miðl-
anna tveggja. í greiningu á kvikmyndinni Salka Valka mun ég leitast við að
skilgreina tengsl miðlanna og leggja áherslu á þá þætti sem sýna veikleika og
styrk kvikmyndarinnar. Ég ræði erfiðleikana við það að færa skáldsögu yfir
í myndform og þá þætti sem að mínu mati einkenna árangursríka endursögn
bókmenntaverks í kvikmynd.
Fordómar hafa ætíð verið ein helsta fyrirstaða kvikmyndalistar. I menningu
þar sem orðræða skipar höfuðsess telja margir að hún sé óæðri bókmennt-
um. Þetta er vitaskuld rangt. Kvikmyndin er mikilvægasti og vinsælasti miðill
okkar tíma og á skilið sömu virðingu og aðrar listgreinar.
Menn hafa löngum reynt að afla kvikmyndum virðingar með því að sækja
þeim efni í heim bókmennta og gera þær fremur eftir skáldsögum en
frumsömdum handritum. Sumir eru þó efins um aðlögunarhæfni miðlanna
tveggja, svo ólíkir sem þeir eru. Ingmar Bergman segir: „Kvikmyndir eiga
ekkert skylt við bókmenntir. Eðli og inntak listformanna tveggja stangast
venjulega á .. . Við eigum að forðast það að gera kvikmyndir eftir bókum“
(Wagner, bls. 29). Að sama skapi hefur Norman Mailer staðhæft að „kvik-
myndir og bókmenntir séu jafn ólíkar og hellamálverk og söngur“ (Wagner,
bls. 28). Alan Resnais segir kvikmyndun bókar „líkasta því að hita upp mat“
(Wagner, bls. 184), á meðan rithöfundurinn Theodore Dreiser sá hana sem
„spillingu“ góðra bókmennta. Vitaskuld eru ekki allir á þessari skoðun.
Sergei Eisenstein hélt því t.d. fram að bókmenntir og kvikmyndir ættu nóg
sameiginlegt til þess að réttlæta yfirfærslu frá öðrurn miðlinum yfir í hinn.
Menn eru almennt sammála urn að frásögnin sé sá þáttur sem bókmenntir
og kvikmyndir eiga sameiginlegan. Þó er rangt að álykta að þetta geri
yfirfærsluna frá blaðsíðunni upp á tjaldið að einföldu ferli. Bókmenntir eru
72
TMM 1994:3