Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 74
Neil Mc Mahon Að færa skáldsögu yfir í myndform: Salka Valka Inngangur Gagnrýnendur, kvikmyndagerðarmenn og rithöfundar eru ekki á einu máli um tengsl bókmennta og kvikmynda. Því eru ýmsar skoðanir uppi um það hverju kvikmyndagerðarmaðurinn komi til leiðar með yfirfærslu milli miðl- anna tveggja. í greiningu á kvikmyndinni Salka Valka mun ég leitast við að skilgreina tengsl miðlanna og leggja áherslu á þá þætti sem sýna veikleika og styrk kvikmyndarinnar. Ég ræði erfiðleikana við það að færa skáldsögu yfir í myndform og þá þætti sem að mínu mati einkenna árangursríka endursögn bókmenntaverks í kvikmynd. Fordómar hafa ætíð verið ein helsta fyrirstaða kvikmyndalistar. I menningu þar sem orðræða skipar höfuðsess telja margir að hún sé óæðri bókmennt- um. Þetta er vitaskuld rangt. Kvikmyndin er mikilvægasti og vinsælasti miðill okkar tíma og á skilið sömu virðingu og aðrar listgreinar. Menn hafa löngum reynt að afla kvikmyndum virðingar með því að sækja þeim efni í heim bókmennta og gera þær fremur eftir skáldsögum en frumsömdum handritum. Sumir eru þó efins um aðlögunarhæfni miðlanna tveggja, svo ólíkir sem þeir eru. Ingmar Bergman segir: „Kvikmyndir eiga ekkert skylt við bókmenntir. Eðli og inntak listformanna tveggja stangast venjulega á .. . Við eigum að forðast það að gera kvikmyndir eftir bókum“ (Wagner, bls. 29). Að sama skapi hefur Norman Mailer staðhæft að „kvik- myndir og bókmenntir séu jafn ólíkar og hellamálverk og söngur“ (Wagner, bls. 28). Alan Resnais segir kvikmyndun bókar „líkasta því að hita upp mat“ (Wagner, bls. 184), á meðan rithöfundurinn Theodore Dreiser sá hana sem „spillingu“ góðra bókmennta. Vitaskuld eru ekki allir á þessari skoðun. Sergei Eisenstein hélt því t.d. fram að bókmenntir og kvikmyndir ættu nóg sameiginlegt til þess að réttlæta yfirfærslu frá öðrurn miðlinum yfir í hinn. Menn eru almennt sammála urn að frásögnin sé sá þáttur sem bókmenntir og kvikmyndir eiga sameiginlegan. Þó er rangt að álykta að þetta geri yfirfærsluna frá blaðsíðunni upp á tjaldið að einföldu ferli. Bókmenntir eru 72 TMM 1994:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.