Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 81
veðurblíðu, sem er í beinni andstöðu við byrjun bókarinnar. Líklega stafar þetta þó af því að á sjötta áratugnum kusu leikstjórar að taka sem flest atriði inni vegna tæknilegra örðugleika við útitökur. Mattsson hefði þó getað lagt meira á sig þar sem grimmileg náttúruöfl skipa svo stóran sess í skáldsögu Laxness og í kvikmyndahandriti hans „A Woman in Pants“. Áhrifamikil atriði þar sem náttúruöflin leika lausum hala hefðu einnig gert myndina tilkomumeiri. Mattsson tekur mörg atriði á sporum, tekur svokölluð hreyfiskot, en það er dæmigert fyrir eldri myndir. Þessi aðferð er bæði erfið og tímafrek, sem skýrir það eflaust afhverju hún er að mestu aflögð. Hreyfiskot krefjast mikillar útsjónarsemi, því lýsingu og staðsetningu leikara verður að skipu- leggja fyrirfram. Kosturinn við kvikmyndatöku af þessu tagi er að hún gefur áhorfandanum betri tilfinningu fyrir staðháttum og atburðarásin verður raunverulegri. Það verður að segja Sven Nyquist til lofs að hann kemst mjög vel ffá flóknum hreyfiskotum myndarinnar. Hann vinnur einnig listilega úr samspili ljóss og skugga. í einu af fýrstu atriðum myndarinnar skyggnast Salka og mamma hennar inn um glugga á húsi Hjálpræðishersins. Þær eru tvær einmana mannverur sem horfa inn í ljósið og hlýjuna og áhorfandinn fær það á tilfinninguna að þeim hafi verið varpað út úr mannlegu samfélagi. Þær mörgu nærmyndir sem teknar eru af Sölku og móður hennar eru sjaldséðar í kvik- myndum nú til dags. Þær lýsa því vel hvernig Sigurlína verður skyndilega ölvuð af trúarhita og áhyggjum Sölku yfir trúgirni móður hennar. í bók sinni Der Sichtbare Mensch (Hinn sýnilegi maður) leggur Bela Balázs mikið upp úr vel unnum nærmyndum. Þær eru „leikræn opinberun á því sem gerist undir yfirborðinu" (Marcus 11). Ég tel einnig að nærmyndin henti vel til þess að gefa hugsun til kynna, en það er eins og áður sagði ein helsta takmörkun kvikmynda. Eins og áður sagði hefur því verið haldið fram að átökin í sambandi Sölku og Sigurlínu séu ráðandi þema í fyrri hluta sögunnar. Mattsson tekur máttleysislega á missættinu eins og sést í atriðinu sem kristallar það. Það er of losaralegt og er langt frá því að endurspegla þær ömurlegu aðstæður sem skáldsagan lýsir. í upphafi atriðisins vaknar Salka um sólríkan vormorgun við söng náttúrunnar. íklædd fallegum hvítum slopp, rís hún upp úr rúminu og dumpar stuttlega í gólfið með tánum. Því næst gengur hún fram að dyrum TMM 1994:3 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.