Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 90
nýjan meið hennar: Goðsögulegu skáldsöguna, skáldsögu sem byggir á blöndu af nýjum og gömlum goðsögum. Hann tengir samtíma og hefð í skáldskap sínum, í kjölfar T.S. Eliots og annarra samtíðarmanna sinna en á sérstakan hátt. Um leið skapar hann nýjan heim umhverfis forn minni. Hann grefur djúpt eftir rótum skáldskaparins og finnur þær í orðunum, tungu- málinu. Tolkien trúði því að í upphafi væri orðið — tungumálið, uppspretta skáldskapar. Tungumál og skáldskapur yrðu því ekki skilin að eins og því miður er gert í háskólum nútímans. Hvorugt yrði skilið til fulls án hins. Bak við málið lægi svo goðsagan.2 Sá veruleiki sem Tolkien lét heillast af var veruleiki hins óþekkta, hinn endurgerði, stjörnumerkti (*) veruleiki saman- burðarmálfræðinnar. Eyður í handritum, sagan á bak við hvert óskiljanlegt orð, leifar hins forna, myrkrið sem freistar hvers vísindamanns.3 Það er einmitt í þessum veruleika sem töfrar Hringadróttinssögu felast — í hinum goðsagnakennda veruleika bak við söguna sem lesandinn finnur fyrir en getur ekki snert. Sá goðsagnakenndi veruleiki sem myndar grunn sögunnar er að stofni germanskur. Þaðan fær Tolkien efni til að smíða úr goðsögurnar á bak við söguna og fylla í eyður hins forna menningarheims. Sagan vísar því öðrum þræði til horfins heims, heims sem var á undan okkar veröld en orðið veröld merkir eiginlega öld mannsins (ver-öld) og samsvarar fiórðu öld Miðgarðs. Þannig eru nöfn dverganna sem fylgja Bilbó Bagga til Erebor úr dvergatali Völuspár en skapferli þeirra mun innblásið af ffásögn Snorra-Eddu af Hjaðningavígum.4 Samtal Bilbós og drekans Smaug á sér greinilega fyrir- mynd í Fáfnismálum. Aukapersóna í Hringadróttinssögu fær viðurnefni ffá Gunnlaugi ormstungu sem öðlast þá skýrari merkingu. Nafn Gandálfs kemur hins vegar fyrir í Hálfdanar sögu svarta og dvergatali Völuspár auk þess sem persóna hans fær suma drætti frá Óðni — þó að hann sé ekki síður líkur málfræðingum nútímans. En umfram allt sækir Tolkien í norræn fornrit ákveðna lífsafstöðu, hugrekki andspænis myrkri og hættum og tryggð við félaga sem nær yfir gröf og dauða. En þessi lífssýn á sér einnig rót í fyrri heimsstyrjöldinni þar sem hann missti alla bestu vini sína nema einn.5 Tolkien er ekki aumur afritari. Endurgerð goðsagna blandast sköpun í sögum hans en um hvorttveggja á latínan orðið inventio sem dregið er af sögninni invenire, að finna, og lýsir öðrum betur starfi fræðimannsins.6 Tolkien skýrir og túlkar goðsögurnar og hnýtir við, býr til ný tilbrigði við eldforn stef. í höndum hans lifna jafnt álfar, dvergar, entar og drekar við og öðlast eigið líf, handan við þær heimildir sem notaðar eru við endurgerðina. Þannig er drekinn Smaug mun skýrari skepna en Fáfnir. Hann er í senn fulltrúi fyrir kurteisi og siðfágun og dýrslegt ofbeldi,7 rétt eins og hið aðalborna tígrisdýr Shere Khan í Disneymyndinni Skógarlíf. 88 TMM 1994:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.