Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 115

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 115
vikið fyrir hnitmiðuðum og knöppum ljóðstíl. I þessum löngu kvæðum setur skáldið á svið samtal eða eintal þar sem ein persóna hlustar á aðra sem mælir fram ljóðið. Þá má einnig neíha að öll kvæðin hefjast á lausamálsinngangi sem markar aðstæður og tvö þeirra eru fleyg- uð prósainnskotum. Hannes nýtir hér þá tækni sem er algeng t.d. í hetjukvæð- um Eddu. Það er fljótsagt að þessi löngu samtalskvæði eru hvert öðru betra, Ijóð- gáfa Hannesar Péturssonar nýtur sín mjög vel í þessu formi sem gefur mælsku og andagift hans byr undir báða vængi. Fyrsti hluti Eldhyls heitir „Vorgestur“ en sá fáheyrði atburður gerist í júní 1944 í höfuðstað landsins að listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, stígur út úr standmynd sinni og mælir við ungan dreng sem situr í grasbrekku þar rétt hjá. Það er varla einber tilviljun að þetta er um sama leyti og lýðveldið var stofnað og Jónas er búinn að liggja 99 ár í gröf sinni þegar þessi langþráði draumur Fjölnismanna loksins rætist. En Jónasi líst ekkert á ástandið í Reykjavík. Hann rekur augun í sandpokavirki sem er- lendur her hefur reist í krafti hervalds síns. Allt stingur þetta í augu nú þegar stofna skal sjálfstætt lýðveldi. Dómur Jónasar er þungur eins og eftirfarandi orð hans gefa til kynna: Nú sitja síðustu hrafnar landsins heymarlausir á öxlum herklaeddra manna fituþungir — fóðraðir á þrastareggjum. (bls. 14-15) Þegar ástmögur þjóðarinnar hefur hellt úr skálum reiði sinnar nokkra stund yfir ástandi heimsmála almennt, fer hann að virða fyrir sér náttúruna og tekur gleði sína á ný. Hann dásamar fegurð landsins eins og í Gunnarshólma forðum: Og ennþá skín hafið. öll vötn sem streyma þangað eru björt. Og nú blika skógarnir ungu! (bls. 17) Kvæðinu lýkur á því að listaskáldið góða segir: „fyrirheitin gnæfa/úr fjallahnjúk- um: morgunljósir/turnar/í tignarlegri röð//Alskært er hjartað/—að öllu sam- boðið/englum hins fyrsta dags.“ (bls.17). Jónas lifir greinilega í voninni um að draumarnir um fagurt þjóðlíf geti ræst þrátt fyrir dökkt útlit. Þetta nöturlega heimsádeilukvæði snýst því upp í glæsilegt og innblásið fyrirheita- ljóð þar sem saman fer upphafin ljóð- ræn tign og tímaleysi goðsögunnar. I öðrum og fjórða hluta bókarinnar eru stök ljóð eins og áður segir. Helstu yrkisefnin eru kunnugleg úr fyrri bók- um Hannesar. Hann yrkir um heims- málin, hverfulleikann, dauðann, trúna og efann svo nokkuð sé nefnt. Víða er ort um ógnir sem steðja að mannkyni, t.d. í ljóðunum „Á hafströndu“ og „Stíg- ur í snjó“. 1 því fyrrnefnda undrast skáldið „brothljóðin“ sem berast að eyr- um þess „norður yfir hafgeiminn“ og í því síðarnefnda er vissara að feta af gát um „þessa fjallshlíð sem er okkur kær“ því „bláhvítar hengjur“ bíða átekta — enginn veit hvenær snjóflóðið fellur. Að hætti rómantískra skálda notar Hannes náttúrumyndir til að tjá hverfulleika alls sem lifir. Sem dæmi um snilldarvel gerð náttúruljóð með víða skírskotun má nefna „Síðhaust", „Fjöll sem hvítna“, „Ein- bátungur“, „Grasagarður“. Þessi ljóð fjalla einnig öðrum þræði um dauðann. „Ein- bátungur" er gott dæmi um margrætt ljóð sem túlka má sem hinstu ferð manns, í dauðanum eru menn einir á báti. Nú blánar við sjónarrönd fyrir svefheyjunum. Hann leggur árar í kjöl TMM 1994:3 113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.