Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 119
allt miðar að fyrirfram ákveðinni niður- stöðu.“ Það á sérlega vel við að láta Heimi lesa bréfin á bókasafninu, aðsetri ímyndunar og fortíðar, í þessu tilfelli bæði í sértækum og almennum skiln- ingi. Bréfin eru að mörgu leyti vel gerð, þau halda ágætlega athyglinni og gefa tilfinningu fyrir sálarkreppu Jóhanns og flótta, en eru þó fullsakleysisleg til að verða verulega ágeng og minnisstæð, sem helgast að nokkru leyti af æsku pilt- anna. Síðasti hluti bókarinnar er sennilega sá veikasti þrátt fyrir að þar sé lausn fléttunnar komið fyrir. Hann heitir „Að halda áfram“, sem kemur ekki á óvart því þar lýkur uppgjörinu og Heimir ákveður framhaldið: „Ég ók áfram út úr bænum. Leit ekki um öxl.“ Það er eins og hann óttist að verða að saltstöpli, enda liggur líf hans við — honum er nauðsyn að lifa á breyttum forsendum, halda sig við það lífsmynstur sem hófst fyrstu jólin með eiginkonunni, á hátíð (endur)fæðingarinnar. Úr því við erum komin út í þessa sálma er vert að vekja athygli á því að Jóhann Svavar lést af slysförum daginn fyrir hvítasunnudag, en um hvítasunnuna á heilagur andi að hafa komið yfir postula Krists. Lesand- inn virðist því vera hvattur til að setja samband þeirra fósturbræðra í víðara samhengi, jafnvel trúarlegt, enda er nafnið Jóhann komið úr hebresku og merkir samkvæmt íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar „guð hefur sýnt miskunn“. Svafar eða Svavar, segir í sömu heimild, er svo líklega skylt rússneska orðinu yfir „frelsi“. Það er því óneitanlega nærtækt að líta, með öðru auganu að minnsta kosti, á Jóhann Svav- ar sem táknmynd óstundlegra gilda, hann kemur jú af himnum — með flug- vél — inn í líf Heimis, þess sem er fýrir heima og er í óða önn að búa til „stóran og pattaralegan engil“ í snjóinn í þann mund sem fósturbróðurinn ber að garði. Engill úr snjó vekur svo aftur hug- renningatengsl við kaldan himinblám- ann, sem áður er getið, og þar með fjórðu hæðina. Þá er ekki annað eftir en að upplýsa að Stefán (fóstur)faðir er smiður, eins og annar frægari (stjúp)- faðir, og reisti þar að auki bókasafns- bygginguna, það musteri andans. Opinberunin Fjórða hœðin væri bók um dæmigert uppgjör við fortíð og fæðingarhrepp ef ekki kæmi til meginbragð bókarinnar, flækjan sem bjargar henni frá bráðum klisjubana: Heimir reynist ekki heldur vera blóðsonur Auðar og Stefáns, eins og hann hafði alla tíð haldið. Sá er þó mun- ur á lífskjörum þeirra Jóhanns Svavars að Heimir er ættleiddur en Jóhann ber annað föðurnafn, þótt við fáum aldrei að vita hvert það er. Heimir fær heldur ekki að vita um uppruna sinn fýrr en sonur hans kemur heim af fæðingar- deildinni og Jóhann Svavar er dáinn, þá fýrst — þegar Heimir hefur eignast nýj- an Jóhann Svavar, því svo heitir barnið hans — réttir Auður honum bréfið sem Jóhann skildi eftir á dívaninum sínum þegar hann fór að heiman ellefu árum áður og innihélt uppljóstrunina. Annar þekkir því uppruna sinn en hinn ekki, sem býður upp á vangaveltur um áhrif forsendna á lífslán okkar. Heimir dafnar rór í sinni, trúandi því að hann sé einka- barn foreldra sinna; hinn ber öll merki um órótt sinni, enda fæðist hann hinni nýju fjölskyldu sinni í formi harkalegrar flugvélarlendingar (sem bergmálar síðar í brotlendingu). Jóhann Svavar strýkur að lokum í frelsið, eins og hann virðist hugsa það, flýr þennan óbærilega veru- leika. Heimi varkunnugt um þettaþegar hann sneri aftur í plássið sitt, eins og áður greinir, en lesandinn er dreginn TMM 1994:3 117
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.