Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 39
dag. Þessa staðreynd skildu Fjölnismenn og Jón Sigurðsson mæta vel. Á nítjándu öld gegndu tímaritin, og sérstaklega þau sem prentuð voru í Danmörku, afdrifaríku hlutverki í að mennta og hvetja hina hrjáðu íslensku þjóð í frelsisátt.Ættjarðarljóð sneru áróðri sjálfstæðisbaráttunnar á rósfingr- að mál og kveiktu vonina um betra líf í skáldlegum samlíkingum um fegurð fjallanna og örlög þjóðarinnar. Ættjarðarljóð skapa þannig heim drauma og vona og því eiga þau margt sameiginlegt með auglýsingum í fjölmiðlum nútímans. Boðskapurinn er einfaldur og settur fram í skýrum og auðskiljanlegum myndum. Skáldunum tekst í áhrifamiklu máli og snjöllum líkingum að erta lesendur sína, svo þeir fái áhuga á þeim lystisemdum sem í boði eru. Bestu ættjarðarljóðin eru listilega gerð og bera vitni næmu myndauga skáldsins. Sum gætu hnyttilega þjónað sem textar við auglýsingamyndir sumarsins, sem kitla átthagaást okkur með fögrum náttúrumyndum. En þó svipur sé með umbúðunum, er hugur þess sem skapar annar. Ættjarðarljóðin eggjuðu ungmennafélögin í byrjun aldarinnar til að vinna óeigingjarnt fýrir landið. Kjörorðið var: Islandi allt. íslandsauglýsingarnar bjóða okkur hins vegar í heimsókn til okkar eigin lands gegn vægu gjaldi. Slagorðið er: ísland fýrir alla og allt sem upp er sett. Þegar íslenskt þjóðfélag riðlaðist á þessari öld, sveitir fóru í eyði og fólk flutti til kaupstaða, varð um leið til nýtt ljóðmál; ný sýn á land og náttúru. Hugvekjur skáldanna til þjóðarinnar á tyllidögum, eins og 1930, 1944 og 1974, voru mótaðar eftir þekktum fýrirmyndum sjálfstæðisbaráttu sem var að baki. Það er e.t.v. dálítið skemmtileg þversögn í lífi bókaþjóðarinnar, að það var ekki aðeins tign skáldskaparins sem skóp ættjarðarljóðunum til- verurétt í lífi frjálsrar þjóðar, heldur blésu lög tuttugustu aldar tónskálda lífi í gömul og ný kvæði. Ættjarðarljóðið sem beitir hugnæmum náttúrumyndum og sögulegum svipmyndum til að brýna íslendinga til sjálfstæðis og boðar — efalaust — frjálst ísland, er ekki lengur lifandi á vörum íslenskra skálda. En náttúru- kvæðið lifir enn. íslensk nútímaskáld yrkja enn um föðurlandið og vanda þess að vera íslendingur á okkar dögum, en annar og nýr tónn hefur verið sleginn í fegurstu Islandskvæðum síðustu hálfrar aldar. Snorri Hjartarson og Tómas Guðmundsson treysta ekki síður á landið en Hannes Hafstein, en þeir eru uggandi um að þjóðin valdi ekki sjálfstæði sínu og handan leynist sá óvættur sem grandi fjöreggi þess. Hjartþrungið ákall til náttúru íslands, þegar beygur og efi læðist að huga skáldsins, er ekki ættjarðarljóð í þeim skilningi sem lagður hefur verið í fyrirbærið hér. ímyndin um fjallkonuna lifði í kvæðum rómantísku skáldanna og loks var hún teiknuð sem fögur kona íklædd skautbúningi undir bláma fjallanna. TMM 1994:4 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.