Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 63
íslensku þjóðinni og þar með hvers hún væri megnug þegar hún lifði frjáls í landi sínu. Stjórnskipun þjóðveldisins sýndi að íslendingar gátu starfrækt sjálfstætt samfélag með glæsibrag. Höfðingjar Sturlungaaldar voru metnir eftir því hvað þeir virtust tryggir sjálfstæði þessa samfélags. Sagan af þjóðinni undir útlendu konungsvaldi var saga átaka milli forystumanna íslendinga og útlendra sendimanna konunga. Allt stefndi þannig að endurheimt sjálf- stæðisins. lokum sem dæmi um þetta síðasta deilur Odds biskups Einarssonar og Herlufs Daa, hirðstjóra eða höfuðsmanns konungs, á öðrum áratug 17. aldar. Ágreiningsefni þeirra voru gagnkvæmar kærur til konungs um stærri og smærri misferli í embættisfærslu, ættingjahyglingar og mútuþægni. Allt voru þetta atriði sem embættismenn af sama þjóðerni hefðu eins getað notað hver gegn öðrum, og engin réttindamál íslendinga koma þar við sögu, ekki einu sinni eins og Páll Eggert Ólason segir söguna, og verður honum varla brugðið um þjóðræknisskort.3 Þessi saga hefur verið talin hluti af þjóðarsögunni allt frá því í Árbókum Jóns Espólíns.4 Mest áhrif hefur hún vafalaust haft á íslendinga í frásögn Jónasar Jónssonar frá Hriflu, af því að bók hans lifði í eina sjö áratugi í barnaskólum landsmanna. Jónas sagði íslenskum börnum þessa sögu í kafla sem hann kallar „Árna Oddsson“.5 Hann sleppir að mestu að segja frá ágreiningsefnum biskups og höfuðsmanns, nefnir aðeins að höfuðsmaður hafi borið róg um Odd í konungs eyru. „Kvað hann biskup ranglátan í embættaveitingum og halda mjög fram ættmönnum sínum og vígja suma þá menn til prests, er eigi væru til þess færir, sökum ónógrar þelckingar. Biskupi tókst að hnelekja þessum áburði, en þó varð eigi af fullum sáttum.“ Hins vegar tekur Jónas fram að Oddur hafi verið „í mörgu hinn merkasti maður.“ Og Árni sonur hans var „vel mentur“. Hann rekur líka sögu sem hefur varðveist meðal afkomenda Odds,6 um að Herluf Daa hafi byrlað biskupi eitur í veislu á Bessastöðum. Svo segir Jónas söguna af heimför Árna Oddssonar með sönnunargögn föður síns. Hann varð of seinn því að höfuðsmaður hafði fengið kaupmenn til að synja honum fars til íslands, og höfúðsmaður hafði „mörg hæðnisorð um, hvað Árni mundi nú hafast að, en Oddur var dapur og hyggjuþungur.“ En Árni hafði komist í Vopnafjarð- arskip, fengið afbragðsgóðan hest, riðið honum dagfari og náttfari á fjórum sólarhringum til Þingvalla, og birtist á síðustu stundu þeysandi austan veginn fram með Fögrubrekku. „Varð nú fagnaðarfundur með þeim feðg- um, og fremur sókn en vörn af þeirra hendi í málinu. Bar höfuðsmaður lægra hlut, misti embættið, féll í ónáð konungs og andaðist snauður, en Árni hlaut milda frægð af sinni framgöngu.“ I frásögn Jónasar er ekld orð um að átök Odds og Daa hafi verið þjóðern- isbarátta. Hann segir bara spennandi sögu þar sem um skeið lítur út fyrir að TMM 1994:4 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.