Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 69
IV Nú hef ég sýnt fram á að það var sjálfstæðisbaráttan sjálf sem settist í öndvegi íslandssögunnar. En það gefur henni svosem engan rétt til að sitja þar að eilífu. Kraftaverk Þorláks biskups helga og Guðmundar biskups góða hafa vafalaust þótt merkilegra söguefni á sinni tíð en þrælahald eða staða kvenna á þjóðveldisöld. Við drepum að vísu stundum á eitthvað svolítið af þessum kraftaverkasögum í íslandssögubókum okkar núna en alls ekki sem söguleg- ar staðreyndir. Ari Þorgilsson ffóði skráði 250 ára sögu þjóðarinnar í íslend- ingabók í svo knöppu máli að hún rúmast á 26 blaðsíðum í fræðilegri útgáfu með mergð langra neðanmálsgreina.19 Þó má finna þar að minnsta kosti eitt efnisatriði sem varla nokkur maður hefur talið tilheyra þjóðarsögunni síðar, nefhilega að dóttursonur Þóris kroppinskeggja, þess sem átti land í Bláskóg- um áður en Þingvellir voru settir þar, hafi heitið Þorvaldur kroppinskeggi, hann hafi farið síðan í Austfjörðu og brennt þar inni Gunnar bróður sinn.20 Það gengur engan veginn upp að ætla að láta hvern tíma ráða því hvaða atburðir hans eða ferlar eigi að varðveitast til framtíðar.21 Við verðum að réttlæta sess sjálfstæðisbaráttunnar með öðrum rökum, og það vil ég reyna að gera. Hluti af réttlætingu minni varðar stjórnmálasögu almennt og sjálfstæð- isbaráttusögu sérstaklega, af því að hún er stjórnmálasaga í öðru veldi. Hún er saga stjórnmála um stjórnmál, saga hugsunar og átaka um það, hvernig stjórn samfélags eigi að vera. Öll saga er á vissan hátt spegilmynd samtímans sem skrifar hana og les. Hún fjallar um sögulega hliðstæðu þess sem okkur finnst vera merkilegt í samtíma okkar. Á einfaldan hátt sagt er hún leit að svari við spurningu okkar: Hvað hefði orðið um okkur ef við hefðum fæðst á öðrum tíma? Þannig leitar maðurinn að innsta eðli sínu, því sem er eiginlega hann, hverjar sem ytri aðstæður hans eru. Ef við stillum hversdags- sögu upp sem andstæðu stjórnmálasögu, þá er hún saga og sjálfsleit manns- ins þegar hann lítur á sig sem valdalausan og óvirkan viðtakanda lífsins gæða, þegar hann lítur á sig sem neytanda. Sá mikli áhugi sem víða hefur verið á hversdagssögu síðustu áratugi stafar vafalaust af því að fólk lítur æ meira á sig sem neytendur, líf og yndi okkar er í neyslunni. Þetta á við um öll tæknivædd iðnaðarsamfélög, þar sem flestir vinna sem launþegar hjá öðrum, afmarkaðan vinnutíma sem er skilgreindur sem nauðsyn til að afla fjár til neyslu og skilar oftast nokkurn veginn jafnmiklu fé hvort sem vinnan skilar meiri eða minni árangri. En sjálfsskilningur okkar sem neytenda er líklega einráðari en nokkru sinni fyrr, eftir að bjartsýn róttækni áttunda áratugarins leið undir lok og flest fólk hefur misst alla trú á að það geti mótað skipulag umhverfis síns um nokkuð sem máli skipti. TMM 1994:4 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.