Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 121
VI Skilningur og fyndni En nú hef ég ekki gert annað en að lýsa rannsóknarefni, og einni hugsanlegri leið að efninu. Þessi leið er því miður mjög torfarin af þeirri einföldu ástæðu að heimspekingar og málfræðingar á okkar tímum vita grátlega lítið um hvörf. Ef við hefðum heimspekilega eða málfræðilega hvarfakenningu fyrir okkur, eins og Mattheson hafði ítarlega og aldagamla mælskufræði fyrir sér, þá gætum við ef til vill reynt að leika leikinn eftir honum og búa til tónhvarfafræði í því skyni að varpa ljósi á merkingu tónlistarinnar. Þetta kann að vera verðugt viðfangsefni handa einhverjum tónlistarfræðingum í framtíðinni. Hvað veit ég? Mig langar til að enda á öðru. Minnumst þess að fyrir þeim Haydn, Rossini og Wagner—og raunar fyrir Mattheson líka—var það höfuðatriði um mál tónanna að það væri skiljanlegt. En hvað er skilningur? Það er hægt að skilja vél, til dæmis einfalda vél eins og hverfistein. Er skilningur á tónverki—eða málverki eða kvæði—að einhverju leyti eins og skilningur á vél? Hvað þarf maður að sjá eða vita til að skilja síma eða bara hverfistein? Hann þarf að geta gefið tvenns konar skýringar: rakið orsakir þess að þegar eitt er hreyft þá hreyfist annað, og rakið markmiðin sem þessar hreyfingar þjóna. En hvað sem um markmiðin má segja í listaverkum, þá er öldungis víst að í þeim er enginn staður fyrir orsakir og afleiðingar. Eina undantekningin sem mér hugkvæmist frá því er sú að svo vilji til um vél að hún sé sjálf listaverk. Heimspekingar hugsa yfirleitt mest um skilning á staðhæfingum eins og „Sólin skín“. Þá segja þeir til að mynda að maður skilji þessa staðhæfingu ef hann veit hvernig veðrið þarf að vera til að hún sé sönn. Þessi skilningur er bersýnilega skyldur skilningi á skipun. Maður skilur skipun ef hann veit hvað þarf að gera til að henni sé hlýtt. Eins skilur maður ósk ef hann veit hvað þarf að gerast til þess að hún rætist. Sannkjör—skilyrði þess að setning sé eða verði sönn—koma hér alls staðar við sögu. En skilningur á líkingum og hvörfum virðist vera svolítið annarrar ættar. Líking eins og Alfaðir rennir frá austurbrún auga um hauður og græðf hefur að vísu sannleiksgildi: sólin er að rísa yfir Ásbyrgi. En skilningurinn á því að hér er sólin auga Óðins er auðvitað annars eðlis en skilningurinn á TMM 1994:4 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.