Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 128
skiljanlegs markmiðs, senurnar hafa engin tengsl önnur við vöruna en þau tengsl sem vakna af stemningu, af hinu „dulúðuga“ vægi sem atriðin fá vegna þess að þau virðast svo gersneydd af þessum beinu tengslum. Og síðan eins og til að slengja hinni póstmódernísku tusku nú almennilega framan í lesendur lætur höfundur hann nota (framúr- stefnu-) ljóð Rimbauds sem texta. „Sérhljóðar“ franska skáldjöfursins „gefa nægilega fjarlægð frá raunveru- leikanum til að vekja athygli og áhuga áhorfandans . . (49) og er þar með varpað í gildisleysisgröf síðkapítal- ismans, við getum alveg eins notað (eins og hefúr verið gert hvað eítir annað; þetta eru fyrir löngu orðnar gamlar fréttir) Giotto til að selja hársjampú og skellt Mondrian (sem kannski erskiljan- legra) á hvaða kremdollur sem er. Logi notar allt til að ná „hámarksáhrifum“. Orð hans og gjörðir gætu ef til vill gert hann að einskonar framúrstefnulista- manni sem vinnur handan við línuna þar sem forsendur hinnar „klassísku" framúrstefnu giltu. Trú hans á hið algera gildi nútímans mætti kannski skilja sem skopstælingu, nú eða þá endurvakningu eða jafnvel framlengingu á nútímatrú fútúrismans. Allt þetta væri mögulegt ef við vissum ekki að Borg er líkt og rit trúboða hins marg-póst-aða nútíma, Jean Baudrillards, handan við skopstæl- ingu, gildismat og gagnrýni: svona er þetta, það er bara svona og ekkert meira með það. En hin kerfisbundna umfjöllun um hinn póstmóderna veruleika tekur ekki aðeins til sambands auglýsinganna og sjálfsverunnar. Sjálf tilvera umhverfisins er í augum persónanna römmuð inn í tilvitnanir í aðrar lýsingar á umhverfmu. Þau horfa á hafið og það er eins og plast- haf í Fellinimynd (þau muna eftir Skipiti sigla en hver man ekki eftir hinu ólgandi plasthafi í Casanova), þau horfa á nátt- úruna við Þingvelli og dettur fyrst í hug að Shostakovitsj myndi fúnkera vel sem bakgrunnstónlist við göngutúr þeirra, tunglið minnar á grafíkmynd eftir Sig- urð Guðmundsson, osffv. Þessi „dauði“ rís hæst í lokakaflanum þegar Vaka og Logi spranga um Þingvelli. í landslagi sem þegar hefur verið „hámarkað“ (svo notað sé peningatal) í fagurffæðilegum tilgangi. Hvert smáatriði á göngu þeirra er hlaðið listrænni túlkun úr fortíðinni og það sem þau sjá og finna skynja þau einungis fyrir tilstilli þessara listaverka. Reyndar steypa þau þeim öllum saman í auglýsingu. Það sem ber fyrir augun er í senn tilvitnun í fýrri skynjanir og efni- viður í „stemningu“ auglýsinganna; merkingarlausa sögu um par sem geng- ur um hraunið í haustlitunum og er ekki að gera neitt nema að ganga um hraunið í haustlitunum til þess eins að slá áru umhverfis vöru sem hefur ekki neitt með hraun né haustliti að gera. Og þegar þau á þessari haustgöngu finna gervilóu sem kvakar dirrindí, fara allar túlkunar- bjöllur af stað. Maður veit að það er verið að segja eitthvað um dauða nátt- úrunnar og um endalok náttúruvið- miðsins í listum. Maður veit að það er verið að segja eitthvað um að við því hafi tekið viðmið sem byggt er á menningar- neyslu: á bíómyndaglápi, teiknimynda- sögum, sjónvarpi, skáldsagnalestri og listasögunámi. Allar vangaveltur um hvort eitthvað ekta sé lengur til, hvort það séu til einstaklingar sem raunveru- lega eru þeir sjálfir, hvort það séu til tré sem eru raunveruleg tré, hvort við lifum yfirleitt einhvers konar raunverulegu lífi, sýnast kristallast í þessari batterís- knúnu lóu. En það sorglega er að rnanni er alveg sama. Líkt og textinn sjálfur leggur lesandinn ekkert mat á þetta, þetta er bara svona. Sjálft tungumálið einkennist af ná- 126 TMM 1994:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.