Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 132
ljóðum. „Ljóðið um veginn" í fyrsta hluta sýnir með þverstæðum hvernig skáldskapurinn er tjáning á reynslu, á lífinu. Þetta er góð útfærsla á gömlu við- fangsefni og minnir stundum á „Veginn, vatnið og nóttina“ úr Fljótinu helga eftir Tómas Guðmundsson. Ljóðið fer veg- inn sem söngvarinn hefur þegar farið, það vappar utan vegar og inn á hann aftur, ungt og óreynt og veit ekki að það er dregið áfram af reyndri rödd sem bíður þess þar sem vegurinn endar... I „Lífsláninu" verða ljóðin kvittanir fyrir öllu sem hann hefur tekið út um ævina, „öllum útgjöldum / og viðskiptum, býttum, skuldum, greiðasemi, / mis- gerðum, innantómum staðreyndum“. Þessar kvittanir afhendir hann okkur, svo þið hafið eitthvað í höndunum um að ég sem hafði lífið aðeins að láni var þó mitt á meðal ykkar. í „Hringingum" þakkar hann fýrir að eiga það sem enginn getur tekið frá hon- um, íþrótt vammi firrða, eins og annað skáld sagði. En besta ljóðið af þessu tagi er „Fyrir þá sem ekki vissu“: Heimurinn er hús (eins og allir vita) og utan um hann eru ljóðin smíðuð eins og stillansar (færri vita þetta). Maður getur klifrað upp og niður ljóðin og komið við hrjúfan heiminn á öllum hæðum hans, getur dyttað að honum að vild utan frá og kíkt inn um efstu sem neðstu glugga hans; en maður má aldrei fara inn í heiminn af hinum hátimbruðu ljóðum, og sá sem brýtur það lögmál er ekki leng- ur iðnaðarmaður heldur þjófur. Þetta ljóð er gott dæmi um list Sveins Yngva eins og hún gerist best: frábær hugmynd sett fram í einfaldri en ná- kvæmri yfirborðsmynd sem dýpkar svo eða víkkar á óvæntan og jafnvel margræðan hátt. Aðferð hans er jafnan sú að nota auðugt talmál og halda á yfirborðinu saklausri undrun barnsins frammi fyrir heiminum, en undir niðri leynast þversagnir efa og angistar. Boll- inn þráir steingólfið, svefninn fylgir ekki syfjunni, gler breytist á nóttunni „eins og annað“, persónuleg reynsla okkar er smámynt í vasa sem enginn nennir að telja. Öfgafullar andstæður (farþegaskip í baðkerinu) tjá djúpstætt öryggisleysi. Vísanir dýpka mörg ljóðin, til dæmis „Aðflutt landslag“ eins og sjá má hér í upphafi, „Sjálfsmynd með barn . . .“, „Leiguíbúð“, og ef til vill vísar „Fyrir þá sem ekki vissu“ í viðtal Árna Sigurjóns- sonar við Þórarin Eldjárn í þessu tíma- riti. Tvö ljóð í fyrsta hluta nota skemmtilega vinnu skáldsins við Jónas Hallgrímsson, „Salthólmsferð" og „Ólund 1844“. Hið síðara er svo lært að það þarf langa neðanmálsgrein til skýr- ingar, en þegar nánar er að gætt er þessi neðanmálsgrein nógu skáldleg til að geta kallast prósaljóð. í „Eftir Magritte" er vísað í málverk og leikið að þverstæð- um í anda súrrealisma þegar skáldið gengur aftur á bak inn í búð og fær mánudag í staðinn fyrir dagblað. Prósaljóðin bera af í bókinni, enda passar það form einstaklega vel við að- ferð Sveins Yngva og stíl. Hann notar það einkum til að lýsa ljóðvísindalegum athugunum sínum á eðli fyrirbæranna, eins og ýmis dæmi hér að ofan sýna; einstaka eru eins konar örsögur, til dæmis „Krákueyjan“. Kyn sjálfsins Sjaldgæft er að hið skáldlega sjálf sé eins skýrt í fyrstu bók og hér er raunin. Ljóð- in í Aðfluttu landslagi túlka persónuleg- ar upplifanir á sjálfhverfan hátt sem gæti orðið hvimleiður ef honum fylgdi hroki en er heillandi vegna persónunnar sem \ 130 TMM 1994:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.